Fara í efni

Áætlun um loftgæði á Íslandi 2022-2033

Málsnúmer 2210143

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 18. fundur - 19.10.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. október 2022 frá Umhverfisstofnun til skilgreindra haghafa að gerð áætlunar um loftgæði 2022-2033. Umhverfisstofnun var falið að endurskoða Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 - Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu. Þessi tilskipun var innleidd hér á landi með lögum nr. 144/2013 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfisstofnun, heilbrigðisnefndir og stýrihópur aðgerðaráætlunarinnar hafa unnið drög að nýjum aðgerðum fyrir árin 2022-2033 sem lögð eru fyrir fundinn. Óskað er eftir að drögin verði yfirfarin og athugasemdir eða tillögur að breytingum sendar stofnuninni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 6. fundur - 19.10.2022

Umhverfisstofnun var falið að endurskoða áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu. Þessi tilskipun var innleidd hér á landi með lögum nr. 144/2013 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áætlunin á að gefa út til 12 ára í senn og skal áætlunin gilda fyrir allt landið. Þá skal endurskoða áætlunina á fjögurra ára fresti. Umhverfisstofnun mun vinna tillögu að nýrri áætlun í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og aðra haghafa og leggja fyrir ráðherra. Skilafrestur athugasemda er til 28. október næstkomandi.

Málið er á hendi heilbrigðisnefndar Skagafjarðar en er hér sett fram til kynningar.