Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt samhljóða í upphafi fundar að taka mál 2210213 - Staða fjarskiptamála í dreifðum byggðum landsins, á dagskrá með afbrigðum.
1.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2210082Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. október 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 11. nóvember 2022 í Sveitarfélaginu Ölfus.
2.Áætlun um loftgæði á Íslandi 2022-2033
Málsnúmer 2210143Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. október 2022 frá Umhverfisstofnun til skilgreindra haghafa að gerð áætlunar um loftgæði 2022-2033. Umhverfisstofnun var falið að endurskoða Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 - Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu. Þessi tilskipun var innleidd hér á landi með lögum nr. 144/2013 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfisstofnun, heilbrigðisnefndir og stýrihópur aðgerðaráætlunarinnar hafa unnið drög að nýjum aðgerðum fyrir árin 2022-2033 sem lögð eru fyrir fundinn. Óskað er eftir að drögin verði yfirfarin og athugasemdir eða tillögur að breytingum sendar stofnuninni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
3.Skagafjörður (5716), fjárhagsáætlun 2022, viðauki 3
Málsnúmer 2210180Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2022. Viðaukinn felur í sér verðlagsbreytingar á langtímaskuldum sveitarfélagsins og stofnana þess. Verðlagshækkunin er áætluð 240.611 þús.kr. Einnig er gert ráð fyrir auknu framkvæmdafé til gatnagerðar að fjárhæð 12.000 þkr., til hafnarframkvæmda 36.615 þkr. og borunar eftir heitu vatni í Varmahlíð 30.000 þkr. Viðaukanum verði mætt með aukinni lántöku að fjárhæð 100 mkr.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Úttekt á rekstri Skagafjarðar sveitarfélags
Málsnúmer 2207119Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu ráðgjafarnir Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson til fundar við byggðarráð í upphafi vinnu þeirra við úttekt á rekstri sveitarfélagsins.
5.Staða fjarskiptamála í dreifðum byggðum landsins
Málsnúmer 2210213Vakta málsnúmer
Á undanförnum árum hefur verið unnið að því í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða í Skagafirði. Því verkefni er nú lokið. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar. Á þetta nokkuð víða við, t.a.m. í inndölum þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem þessi svæði laða að sér marga gesti til útivistar. Enn er því óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Í óveðri sem gekk yfir landið fyrir skemmstu kom sú staða upp að rafmagn fór af hluta Skagafjarðar og í kjölfarið datt farsímasamband einnig út þannig að íbúar á svæðinu voru með öllu sambandslausir við umheiminn. Áður höfðu íbúar símasamband í sambærilegum aðstæðum í gegnum gamla koparvírinn sem ekki þurfti sértengingu við rafmagn til að virka.
Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda og tryggara varaafls, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. Í óveðri sem gekk yfir landið fyrir skemmstu kom sú staða upp að rafmagn fór af hluta Skagafjarðar og í kjölfarið datt farsímasamband einnig út þannig að íbúar á svæðinu voru með öllu sambandslausir við umheiminn. Áður höfðu íbúar símasamband í sambærilegum aðstæðum í gegnum gamla koparvírinn sem ekki þurfti sértengingu við rafmagn til að virka.
Byggðarráð hvetur Neyðarlínuna og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda og tryggara varaafls, auk þess sem Tetra-sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.
6.Samráð; Breytingar á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
Málsnúmer 2210057Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 182/2022, "Breytingar á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi". Umsagnarfrestur er til og með 24.10.2022.
7.Samráð; Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir
Málsnúmer 2210066Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. október 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2022, "Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir". Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022.
8.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga
Málsnúmer 2210097Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2022 og 2023 sem unnin hefur verið af hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
9.Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa
Málsnúmer 2210159Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá innviðaráðuneyti, dagsett 5. október 2022, þar sem tilkynnt er um að sunnudaginn 20. nóvember 2022, verði haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður óvörðum vegfarendum og minningarviðburðir verða víða um landið.
Fundi slitið - kl. 15:07.