Umhverfis- og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2023
Málsnúmer 2210162Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun 2023, 11- umhverfis-, garðyrkju-, hreinlætis- og sorpmál
Málsnúmer 2210163Vakta málsnúmer
Vinna við gerð fjárhagsáætlana og nýja gjaldskrá fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hverrar deildar skoðaður sérstaklega.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdadeilda að halda áfram vinnu við gerð gjaldskrár og fjárhagsáætlunar.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdadeilda að halda áfram vinnu við gerð gjaldskrár og fjárhagsáætlunar.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
3.Fjárhagsáætlun 2023, 10 Umferða- og samgöngumál
Málsnúmer 2210164Vakta málsnúmer
Vinna við gerð fjárhagsáætlana málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2023 er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og rekstri deildarinnar.
Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
4.Fjárhagsáætlun 2023, fráveita 69
Málsnúmer 2210166Vakta málsnúmer
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar málaflokks 69 - fráveitu fyrir árið 2023 er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar.
Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
5.Fráveita langtímaáætlun
Málsnúmer 2210167Vakta málsnúmer
Unnið er að gerð langtímaáætlunar fyrir fráveitur í Skagafirði. Drög að áætlun kynnt nefndarmönnum.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
6.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2022
Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer
Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028"
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Valur Valsson verkefnisstjóri hjá Skagfjarðarveitum fór yfir niðurstöðu útboðsins. Hann kynnti hvaða áhrif nýr verksamningur mun hafa á gjaldaliði sem og gjaldskrá. Vegna nýrra laga um sorphirðu, þar sem kveðið er á um að óheimilt er að niðurgreiða kostnað vegna sorphirðu, er ljóst að verulegar hækkanir verða á gjaldskrá. Endurskoða þarf svo gjaldskrána aftur fyrir 1. apríl 2023, en þá tekur væntanlega við nýr samningur um rekstur sorphirðu í Skagafirði.
Í ljósi þess að tilboð lægstbjóðanda er talsvert yfir kostnaðaráætlun (16%) leggur nefndin áherslu á að við samningsgerðina haldi sveitarfélagið sig við ítrustu kröfur sem gerðar eru til væntanlegs verktaka í útboðslýsingu.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs.
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Valur Valsson verkefnisstjóri hjá Skagfjarðarveitum fór yfir niðurstöðu útboðsins. Hann kynnti hvaða áhrif nýr verksamningur mun hafa á gjaldaliði sem og gjaldskrá. Vegna nýrra laga um sorphirðu, þar sem kveðið er á um að óheimilt er að niðurgreiða kostnað vegna sorphirðu, er ljóst að verulegar hækkanir verða á gjaldskrá. Endurskoða þarf svo gjaldskrána aftur fyrir 1. apríl 2023, en þá tekur væntanlega við nýr samningur um rekstur sorphirðu í Skagafirði.
Í ljósi þess að tilboð lægstbjóðanda er talsvert yfir kostnaðaráætlun (16%) leggur nefndin áherslu á að við samningsgerðina haldi sveitarfélagið sig við ítrustu kröfur sem gerðar eru til væntanlegs verktaka í útboðslýsingu.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs.
7.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60 2013 (losun úrgangs í náttúrunni)
Málsnúmer 2210138Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 192/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 (losun úrgangs í náttúrunni)".
Umsagnarfrestur er til og með 26.10.2022.
Umsagnarfrestur er til og með 26.10.2022.
8.Áætlun um loftgæði á Íslandi 2022-2033
Málsnúmer 2210143Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun var falið að endurskoða áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 Hreint loft til framtíðar, samkvæmt tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmsloft og hreinna loft í Evrópu. Þessi tilskipun var innleidd hér á landi með lögum nr. 144/2013 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áætlunin á að gefa út til 12 ára í senn og skal áætlunin gilda fyrir allt landið. Þá skal endurskoða áætlunina á fjögurra ára fresti. Umhverfisstofnun mun vinna tillögu að nýrri áætlun í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og aðra haghafa og leggja fyrir ráðherra. Skilafrestur athugasemda er til 28. október næstkomandi.
Málið er á hendi heilbrigðisnefndar Skagafjarðar en er hér sett fram til kynningar.
Áætlunin á að gefa út til 12 ára í senn og skal áætlunin gilda fyrir allt landið. Þá skal endurskoða áætlunina á fjögurra ára fresti. Umhverfisstofnun mun vinna tillögu að nýrri áætlun í samvinnu við heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og aðra haghafa og leggja fyrir ráðherra. Skilafrestur athugasemda er til 28. október næstkomandi.
Málið er á hendi heilbrigðisnefndar Skagafjarðar en er hér sett fram til kynningar.
9.Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa
Málsnúmer 2210159Vakta málsnúmer
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 verður haldinn hér á landi alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa. Í ár er ætlunin að halda minningarstund á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. Auk þess verða minningarviðburðir um land allt.
Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.
Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Ljóst er að talverðar framkvæmdir verða við Skagafjarðarhafnir á næstu árum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum og þörfum Skagafjarðarhafna.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sátu þennan lið.