Fara í efni

Fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2023

Málsnúmer 2210162

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 6. fundur - 19.10.2022

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir og nýja gjaldskrá fyrir Skagafjarðarhafnir er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og einnig er rekstur hafnanna skoðaður sérstaklega.

Ljóst er að talverðar framkvæmdir verða við Skagafjarðarhafnir á næstu árum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að halda áfram vinnunni við fjárhagsáætlunina og skal sú vinna taka mið af framtíðarhorfum og þörfum Skagafjarðarhafna.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna sátu þennan lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 7. fundur - 24.10.2022

Tekið er fyrir rekstraryfirlit Skagafjarðarhafna fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðarhafna 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarhafnir 2023 (61) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.