Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2023, 10 Umferða- og samgöngumál

Málsnúmer 2210164

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 6. fundur - 19.10.2022

Vinna við gerð fjárhagsáætlana málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2023 er hafin. Í vinnunni er tekið mið af forsendum rammaáætlunar og rekstri deildarinnar.

Nefndin felur sviðsstjóra að halda áfram vinnu við áætlunina í samstarfi við starfsmenn framkvæmdasviðs.

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 7. fundur - 24.10.2022

Tekið er fyrir rekstraryfirlit fyrir deild 10, umferða og samgöngumál, fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022 ásamt fram lagðri fjárhagsáætlun rekstrarliða fyrir árið 2023.

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2023 ásamt forsendum rammans til fyrri umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd. Farið var yfir fyrstu tillögu að fjárhagsáætlun umferða- og samgöngumála 2023. Áætlunin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna og nefndarmanna. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Fjárhagsáætlun fyrir umferða- og samgöngumál 2023 (10) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.