Fara í efni

Fráveita langtímaáætlun

Málsnúmer 2210167

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 6. fundur - 19.10.2022

Unnið er að gerð langtímaáætlunar fyrir fráveitur í Skagafirði. Drög að áætlun kynnt nefndarmönnum.

Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára.

Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir yfir ánægju sinni með áformin, samþykkir framlagða áætlun og vísar til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram eftirfarandi bókun 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda fráveitu: "Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára."
Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda fráveitu: "Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára." Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð langtímaáætlun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.