Fara í efni

Erindi til byggðarráðs vegna starfsemi Sóta Summits í Fljótum

Málsnúmer 2210209

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. október 2022 frá Sótahnjúki ehf. Óska eigendur fyrirtækisins eftir umræðufundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúum Sótahnjúks ehf. á fund byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022

Eigendur Sótahnjúks ehf. sendu inn erindi með tölvupósti þann 19. október 2022 og óskuðu eftir fundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason eigendur Sótahnjúks ehf. komu til fundar við byggðarráð undir þessum dagskrárlið til viðræðu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 33. fundur - 01.02.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins.

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 09.02.2023

Málinu vísað frá 33. fundi byggðaráðs Skagafjarðar, þar bókað:
“Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir gögnum frá Sótahnjúk ehf. varðandi möguleg framtíðaráform félagsins.