Erindi til byggðarráðs vegna starfsemi Sóta Summits í Fljótum
Málsnúmer 2210209
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022
Eigendur Sótahnjúks ehf. sendu inn erindi með tölvupósti þann 19. október 2022 og óskuðu eftir fundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason eigendur Sótahnjúks ehf. komu til fundar við byggðarráð undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Byggðarráð Skagafjarðar - 33. fundur - 01.02.2023
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins.
Skipulagsnefnd - 18. fundur - 09.02.2023
Málinu vísað frá 33. fundi byggðaráðs Skagafjarðar, þar bókað:
“Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir gögnum frá Sótahnjúk ehf. varðandi möguleg framtíðaráform félagsins.
“Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir gögnum frá Sótahnjúk ehf. varðandi möguleg framtíðaráform félagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúum Sótahnjúks ehf. á fund byggðarráðs.