Fara í efni

Stofnun hses fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2210253

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 60. fundur - 06.09.2023

Lögð fram drög að samþykktum fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem tilgangurinn er að að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðakjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar ásamt sveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu og samþykkir einnig drögin að samþykktunum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Vísað frá 60. fundi byggðarráðs frá 6. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram drög að samþykktum fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignarstofnun þar sem tilgangurinn er að að byggja eða kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðakjarna fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar ásamt sveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu og samþykkir einnig drögin að samþykktunum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð drög að samþykktum, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.