Fara í efni

Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2211070

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022

Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar breytingar á viðmiðum á grunnfjárhæð í 9.gr. viðmið verður 80,4% af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan í stað 82%. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lagðar fram reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 20. fundur - 01.02.2024

Núgildandi reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð teknar til umræðu. Nefndin felur félagsmálastjóra að taka reglurnar til endurskoðunar með tilliti til þess hvenær mál eru tekin fyrir í félagsmála- og tómstundanefnd og hvenær sveitarstjóri ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs geta samþykkt beiðnir félagsþjónustu um afgreiðslu umsókna án aðkomu nefndarinnar.