Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

7. fundur 01. desember 2022 kl. 13:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Eyrún Sævarsdóttir formaður
  • Sigurður Hauksson varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023

Málsnúmer 2209337Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) og frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkum og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun.

2.Reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur

Málsnúmer 2211063Vakta málsnúmer

Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar út frá breyttum lögum nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof. Fæðingarorlof er nú 12 mánuðir í stað 9 mánaða. Greiðsluviðmið er nú ekki lengur í reglum en verða ákvörðuð árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

3.Reglur fyrir Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 2211067Vakta málsnúmer

Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar út frá heiti ráðuneyta og vinnslu umsókna og afgreiðslu en lögð er áhersla á í reglunum að við mat á umsókn sé notast við InterRAJ mat til að meta heilsufar og umönnunarþörf umsækjanda. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

4.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2211070Vakta málsnúmer

Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar breytingar á viðmiðum á grunnfjárhæð í 9.gr. viðmið verður 80,4% af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan í stað 82%. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

5.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2023

Málsnúmer 2211238Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 7,7% úr 621 kr. í 669 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðarráðs.

6.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2023

Málsnúmer 2211237Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2023 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna en miðað verði við 80,4 % líkt og lagt er til í beyttum reglum. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2023 er því 252.238 kr. Vísað til byggðarráðs.

7.Gjaldskrá heimaþjónustu 2023

Málsnúmer 2211243Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá 2023 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.apríl 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs.

8.Greiðslur vþjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2023

Málsnúmer 2211239Vakta málsnúmer

Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna árið 2023 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2022 kr. 39.696. Um er að ræða umtalsverða hækkun á greiðslum milli ára og nýtt að miðað sé við meðlagsgreiðslur.
Umönnunarflokkur 1
greitt 85% af meðlagi

samtals kr. 33.742 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2
greitt 75% af meðlagi

samtals kr. 29.772 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3
greitt 50% af meðlagi

samtals kr. 19.848 pr. sólarhring.

Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.

Nefndin fagnar því að geta stutt betur við stuðningsfjölskyldur í Skagafirði og þróað þjónustuna enn betur.

Vísað til byggðaráðs.

9.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023

Málsnúmer 2211246Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2023. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2023. Vísað til byggðaráðs.

10.Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2023

Málsnúmer 2211245Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 7,7 %. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar úr frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðráðs.

11.Tillaga - Matarþjónusta - eldri borgarar

Málsnúmer 2211102Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hafi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins.
Tillögurnar verða jafnframt lagðar fyrir öldrunarráð en því ráði er ætlað að vera formlegur samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagsins. Samráðið yrði í formi könnunar á meðal eldri borgara um áhuga á því að kaupa mat sem stæði þeim hugsanlega til boða í tveimur mismunandi útfærslum.
1) Ef samstarf næðist um það við mötuneyti grunnskóla og/eða veitingasala utan Sauðárkróks yrði matur í boði fyrir eldri borgara á þessum stöðum á opnunartíma þeirra gegn greiðslu fyrir matinn.
2) Ef samstarf næðist við aðila sem hafa leyfi til veitingasölu á mismunandi stöðum í Skagafirði yrði heimsendur matur í boði fyrir eldri borgara í héraðinu gegn greiðslu.

Jafnvel yrði mögulegt að bjóða upp á blandaða þjónustu þessara tveggja útfærslna. Í kjölfar niðurstöðu samráðsferlis yrði tekin ákvörðun um hvaða útfærslu á matarþjónustu yrði unnt að bjóða fyrir eldri borgara í Skagafirði með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023.

12.Jólamót Molduxa 2022

Málsnúmer 2211146Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt.

13.Opnunartímar íþróttamannvirkja 2023

Málsnúmer 2211092Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um opnunuartíma íþróttamannvirkja 2023. Nefndin samþykkir framlagða tillögu. Opnunartímar verða birtir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fulltrúar Byggðalista og VG og óháðra óska bókað:
"Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið. Okkur þykir miður að ekki hafi verið tekið tillit til fjölgun íbúa, gesta og mikilli aukningu á Íþróttastarfi þegar ákvörðun var tekin um opnunartíma íþróttamiðstöðva og sundlauga í Skagafirði. Mikil óánægja ríkir vegna þessa og má þar nefna opnunartíma íþróttahúss og sundlaugar í Varmahlíð sem er eina sundlaugin í Skagafirði sem lokar kl 14 á föstudögum sérstaklega í ljósi þess að tímar í íþróttahúsinu eru eftirsóknarverðir og myndu tímar eftir kl 14 á föstudögum nýtast vel. Fjölskyldufólk og gestir gætu vel nýtt opnun sundlaugarinnar á þessum tímum til heilsubótar og samveru".

14.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023

Málsnúmer 2211091Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023. Tillagan felur í sér 7,7% hækkun að jafnaði. Vísað til byggðarráðs.

15.Gjaldskrá Húss frítímans 2023

Málsnúmer 2211090Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2023. Vísað til byggðarráðs.

16.Frístundaþjónusta fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 2211225Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra þar sem húsnæðismál frístundaþjónustu fatlaðra barna og ungmenna var kynnt. Þjónustan verður í vallarhúsi við íþróttarvöllinn á Sauðárkróki. Félagsmála- og tómstundarnefnd fagnar því að búið sé að finna farsæla lausn á húsnæðisvanda.

17.Reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar

Málsnúmer 2211066Vakta málsnúmer

Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og mun beita sér fyrir því að efla rödd Ungmennaráðsins í málefnum er þau varða. Reglunum vísað til byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 16:00.