Fara í efni

Gjaldskrá leikskóla 2023

Málsnúmer 2211075

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 8. fundur - 14.11.2022

Lögð fram tillaga að 6% hækkun dvalargjalda leikskóla og 7,7% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 41.053 krónum í 43.760 krónur eða um 2.707 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna tekjuviðmið vegna sérgjalda og leggja fyrir á næsta fundi.

Fræðslunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Lögð fram tillaga að 6% hækkun dvalargjalda leikskóla og 7,7% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 41.053 krónum í 43.760 krónur eða um 2.707 krónur á mánuði. Samhliða er lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi, í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja sé hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annars vegar 40% af dvalargjaldi og hins vegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem Skagafjörður setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og breytingar á sérgjaldi og vísar henni til byggðarráðs.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

Regína Valdimarsdóttir og Hrund Pétursdóttir fulltrúar meirihluta og Agnar Gunnarsson fulltrúi Byggðalista óska bókað:
Nýverið samþykkti fræðslunefndin tvo aðgerðarpakka í leikskólamálum í Skagafirði en kostnaður við þá nemur samtals um 35 m.kr. og er fræðslunefndin samstíga um þessar aðgerðir. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að fjárhagsáætlunargerð fyrir fræðslumálin og hafa allir fulltrúar nefndarinnar tekið þátt í þeirri vinnu. Þar hafa þeir haft tækifæri til að koma með tillögur til hagræðingar og/eða leiðir til tekjuöflunar fyrir leikskólastigið. Í þeirri vinnu hefur legið fyrir að gjaldskrárhækkanir leikskóla séu óumflýjanlegar til að mæta verðlags- og launahækkunum og þeim kostnaði sem fellur til vegna áðurnefndra nauðsynlegra aðgerða á leikskólastiginu. Gert er ráð fyrir að dvalargjöld leikskóla hækki minna en almennar gjaldskrárhækkanir.
Það er því ljós að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Farið var í að breyta reglum vegna afsláttar leikskólagjalda þar sem tekið verður tillit til tekna svo unnt sé að mæta barnafjölskyldum sem þurfa á afslættinum að halda og munu þessar reglur taka gildi strax á nýju ári.
Það vekur því furðu að fulltrúar VG og óháðra séu einungis reiðubúnir að samþykkja aðgerðir til að bæta stöðu leikskólanna þegar þær fela í sér aukin útgjöld en ekki þegar kemur að fjármögnun sömu aðgerða. Í þessu samhengi má einnig benda á að Ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er það sama og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson óska bókað:
Fulltrúar meirihlutans þeir Einar Eðvald Einarsson og Gísli Sigurðsson lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólapláss fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar á leikskóla í Skagafirði. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir hefur almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Hækkanir á gjöldum eru því óumflýjanlegar en með 6% hækkun erum við að halda þeim í algjöru lágmarki miðað við almennar hækkanir í landinu, en sem dæmi má nefna að ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er sama hækkun og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.
Rétt er líka að hafa í huga að með tillögunni um gjaldskrárhækkanir er samhliða lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi. Í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja verður hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annarsvegar 40% af dvalargjaldi og hinsvegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem sveitarfélagið setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður jafnframt áfram óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka viðfjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson óska bókað:
Fulltrúar meirihlutans þeir Einar Eðvald Einarsson og Gísli Sigurðsson lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólapláss fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar á leikskóla í Skagafirði. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir hefur almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Hækkanir á gjöldum eru því óumflýjanlegar en með 6% hækkun erum við að halda þeim í algjöru lágmarki miðað við almennar hækkanir í landinu, en sem dæmi má nefna að ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er sama hækkun og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við. Rétt er líka að hafa í huga að með tillögunni um gjaldskrárhækkanir er samhliða lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi. Í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja verður hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annarsvegar 40% af dvalargjaldi og hinsvegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem sveitarfélagið setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður jafnframt áfram óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka viðfjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.

Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs.

Hrund Pétursdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólaplássa fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar í leikskólum Skagafjarðar. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir sem nam alls 35 m.kr. hefur einnig almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Rétt er að benda á að kostnaður sem fellur til vegna sértækra aðgerða er 35 m.kr. en það sem fellur á árið 2023 vegna þeirra aðgerða er rúmlega helmingur fjárhæðarinnar. Áætlað er að gjaldskrárhækkun skili tæpum 7,4 m.kr. á árinu 2023. Dvalargjöld um 4,1 m.kr. og fæðisgjöld um 3,3 m.kr.
Í fræðslunefnd tóku allir fulltrúar nefndarinnar þátt í vinnu við fjárhagsáætlunargerð og höfðu VG og óháðir tækifæri til að koma með tillögur til hagræðingar og/eða leiðir til tekjuöflunar fyrir leikskólastigið. Í þeirri vinnu lá fyrir að gjaldskrárhækkanir leikskóla eru óumflýjanlegar til að mæta verðlags- og launahækkunum og þeim kostnaði sem fellur til vegna nauðsynlegra aðgerða á leikskólastiginu. Gert er ráð fyrir að dvalargjöld leikskóla hækki minna en almennar gjaldskrárhækkanir. Það er því ljóst að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Einnig var farið í að breyta reglum vegna afsláttar leikskólagjalda þar sem tekið verður tillit til tekna svo unnt sé að mæta barnafjölskyldum sem þurfa á afslættinum að halda og munu þessar reglur taka gildi strax á nýju ári. Þá er systkinaafsláttur af dvalargjaldi jafnframt óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
Með vísan til ofangreinds vekur það furðu að fulltrúar VG og óháðra séu einungis reiðubúnir að samþykkja aðgerðir til að bæta stöðu leikskólanna þegar þær fela í sér aukin útgjöld en ekki þegar kemur að fjármögnun sömu aðgerða og án þess að koma með aðrar lausnir til tekjuöflunar. Í þessu samhengi má einnig benda á að Ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er það sama og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.

Gjaldskrá leikskóla 2023, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.