Lögð fram tillaga um opnunuartíma íþróttamannvirkja 2023. Nefndin samþykkir framlagða tillögu. Opnunartímar verða birtir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista og VG og óháðra óska bókað: "Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið. Okkur þykir miður að ekki hafi verið tekið tillit til fjölgun íbúa, gesta og mikilli aukningu á Íþróttastarfi þegar ákvörðun var tekin um opnunartíma íþróttamiðstöðva og sundlauga í Skagafirði. Mikil óánægja ríkir vegna þessa og má þar nefna opnunartíma íþróttahúss og sundlaugar í Varmahlíð sem er eina sundlaugin í Skagafirði sem lokar kl 14 á föstudögum sérstaklega í ljósi þess að tímar í íþróttahúsinu eru eftirsóknarverðir og myndu tímar eftir kl 14 á föstudögum nýtast vel. Fjölskyldufólk og gestir gætu vel nýtt opnun sundlaugarinnar á þessum tímum til heilsubótar og samveru".
Fulltrúar Byggðalista og VG og óháðra óska bókað:
"Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið. Okkur þykir miður að ekki hafi verið tekið tillit til fjölgun íbúa, gesta og mikilli aukningu á Íþróttastarfi þegar ákvörðun var tekin um opnunartíma íþróttamiðstöðva og sundlauga í Skagafirði. Mikil óánægja ríkir vegna þessa og má þar nefna opnunartíma íþróttahúss og sundlaugar í Varmahlíð sem er eina sundlaugin í Skagafirði sem lokar kl 14 á föstudögum sérstaklega í ljósi þess að tímar í íþróttahúsinu eru eftirsóknarverðir og myndu tímar eftir kl 14 á föstudögum nýtast vel. Fjölskyldufólk og gestir gætu vel nýtt opnun sundlaugarinnar á þessum tímum til heilsubótar og samveru".