Fara í efni

Jólamót Molduxa 2022

Málsnúmer 2211146

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022

Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt.