Fara í efni

Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2211217

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 23. fundur - 23.11.2022

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd.
Lagt er til sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:
a) Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
b) Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
Lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig (og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað) fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Þá verði umboðið endurnýjað eftir því sem við á. Jafnframt hefji yfirmenn barnaverndar vinnu við lýsingu á verkferlum barnaverndarþjónustu í samstarfinu í gegnum vinnslu einstakra mála og út frá fagþekkingu og reynslu á hverjum stað.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélaga varðandi gerð samstarfssamnings um verkefnið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Erindið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd. Í minnisblaðinu er lagt er til að sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:
a. Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
b. Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
Einnig er lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað, fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs umboð til að taka þátt í að vinna drög að samstarfssamingi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir jafnframt að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs og starfsmönnum barnaverndar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Umboðið er skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum á milli sveitarfélaga á Mið-Norðurlandi þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi.
Byggðarráð samþykkir að vísa bókuninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd. Í minnisblaðinu er lagt er til að sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að: a. Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu. b. Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Einnig er lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað, fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs umboð til að taka þátt í að vinna drög að samstarfssamingi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs og starfsmönnum barnaverndar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Umboðið er skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum á milli sveitarfélaga á Mið-Norðurlandi þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Byggðarráð samþykkir að vísa bókuninni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 8. fundur - 23.12.2022

Lagður fram samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem mun taka til starfa 1. janúar 2023. Með samningnum fela framangreind sveitarfélög Skagafirði að annast fyrir sig verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru sérstaklega falin öðrum. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu í skilningi 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur yfir verkefni samkvæmt samningi þessum frá og með 1. janúar 2023.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning með níu atkvæðum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Skagafjarðar. Enginn kvaddi sér hljóðs.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 8. fundur - 19.01.2023

Lagður fram staðfestur samningur Mennta- og barnamálaráðuneytis um barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands. Samningurinn var staðfestur með auglýsingu í Stjórnartíðindum 30.desember 2022. Samningurinn tekur á samstarfi sveitarstjórna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um rekstur barnaverndarþjónustu á Mið - Norðurlandi. Þjónustan nefnist Barnaverndarþjónusta Mið - Norðurlands. Samningurinn er gerður með vísan til barnaverndarlaga og sveitarstjórnarlaga. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu og tekur yfir verkefni barnaverndarþjónustu frá 1.janúar 2023 í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin. Áskilið er að á bak við hverja barnaverndarþjónustu skuli vera að lámarki 6000 íbúar. Fjöldi íbúa sem heyra undir þjónustuna eru við áramót 9.371 þar af 1.893 börn. Mál sem berast barnaverndarþjónustu verða áfram unnin á vettvangi barnaverndarþjónustu hvers sveitarfélags eins og verið hefur fram til þessa en ábyrgð framkvæmdar hvílir á barnaverndarþjónustu Skagafjarðar. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka faglega aðkomu sérfræðinga og jafnframt að skapa nauðsynlega fjarlægð í umfangsmiklum og erfiðum málum er tengjast velferð barna. Barnaverndarþjónustaa Mið - Norðurlands er einnig aðili að Umdæmisráði landsbyggðanna ásamt 40 öðrum sveitarfélögum, en þangað færast mál ef taka þarf ákvarðanir í andstöðu við foreldra og börn. Í umdæmisráðum er áskilið að sitji lögmaður, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í þetta mál og væntir þess að þessi skipan barnaverndar sé til hagsbóta fyrir börn á starfssvæðinu sem og landinu öllu.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, lagður fram öðru sinni til síðari umræðu.

Með samningnum fela framangreind sveitarfélög Skagafirði að annast fyrir sig verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru sérstaklega falin öðrum. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu í skilningi 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur yfir verkefni samkvæmt samningi þessum frá og með 1. janúar 2023.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning með níu atkvæðum.