Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

8. fundur 23. desember 2022 kl. 09:00 - 09:09 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka á dagskrá mál 2212181 Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur - milliuppgjör.

Hrefna Jóhannesdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

1.Útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023

Málsnúmer 2211107Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 21.12. 2022 þannig bókað:
"Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir byggðarráð að beina því til sveitarstjórnar Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

Málsnúmer 2209075Vakta málsnúmer

Vísað frá 28. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 21.12. 2022 þannig bókað:
"Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða vegna barnaverndar.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning með níu atkvæðum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Skagafjarðar. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 2211217Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi, á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar, Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem mun taka til starfa 1. janúar 2023. Með samningnum fela framangreind sveitarfélög Skagafirði að annast fyrir sig verkefni barnaverndarþjónustu samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem ekki eru sérstaklega falin öðrum. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í umdæminu í skilningi 96. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur yfir verkefni samkvæmt samningi þessum frá og með 1. janúar 2023.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning með níu atkvæðum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Skagafjarðar. Enginn kvaddi sér hljóðs.

4.Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar

Málsnúmer 2212177Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Skagafjarðar nr. 1336/2022. Breytingarnar eru til komnar vegna innleiðingar á farsældarlögum sem miða að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.

5.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2022-2023

Málsnúmer 2212098Vakta málsnúmer

Málinu vísað frá 7. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, 20.12. 2022. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:
"Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2022."

2. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi:
"Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip."

3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
"Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr."

4. Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

5. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
"Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins."

Til máls tók Sveinn Þ. Úlfarsson.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar með níu atkvæðum, með áorðnum breytingum í 2. tölulið sem hér fara á eftir:

2. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa, 30 brúttótonnum og yfir, af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 7,5 þorskígildistonn á skip."

6.Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur - milliuppgjör

Málsnúmer 2212181Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar milliuppgjör pr. 31.05. 2022 fyrir Akrahrepp og Sveitarfélagið Skagafjörð.
Enginn tók til máls.

Fundi slitið - kl. 09:09.