Fara í efni

Greiðslur vþjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2023

Málsnúmer 2211239

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022

Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna árið 2023 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2022 kr. 39.696. Um er að ræða umtalsverða hækkun á greiðslum milli ára og nýtt að miðað sé við meðlagsgreiðslur.
Umönnunarflokkur 1
greitt 85% af meðlagi

samtals kr. 33.742 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 2
greitt 75% af meðlagi

samtals kr. 29.772 pr. sólarhring.
Umönnunarflokkur 3
greitt 50% af meðlagi

samtals kr. 19.848 pr. sólarhring.

Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.

Nefndin fagnar því að geta stutt betur við stuðningsfjölskyldur í Skagafirði og þróað þjónustuna enn betur.

Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram greiðsluviðmið stuðningsfjölskyldna 2023 sem samþykkt voru á 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022 og vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram greiðsluviðmið stuðningsfjölskyldna 2023 sem samþykkt voru á 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022 og vísað til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans fagna því að greiðslur til stuðningsforeldra hafi nú verið hækkaðar, en um er að ræða umtalsverða hækkun á greiðslum á hvern sólarhring. Með þessu tryggir Skagafjörður góðan stuðning við það mikilvæga starf sem stuðningsfjölskyldur inna af hendi, en hlutverk stuðningsfjölskyldna er að veita foreldrum tækifæri til hvíldar, styrkja stuðningsnet barnanna og auka möguleika þeirra á félagslegri þátttöku. Við vonum að með þessari hækkun sé enn frekar stuðlað að farsælu samstarfi á milli fjölskyldna sem njóta þessarar stoðþjónustu.

Framlögð greiðsluviðmið borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.