Fara í efni

Gjaldskrá heimaþjónustu 2023

Málsnúmer 2211243

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá 2023 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.apríl 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.