Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2023
Málsnúmer 2211245
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 7,7 %. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar úr frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022
Lagðar fram reglur um útreikning fjárhæðar niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022
Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um útreikning fjárhæðar niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
"Lagðar fram reglur um útreikning fjárhæðar niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.