Fara í efni

Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023

Málsnúmer 2211246

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022

Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2023. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2023. Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022

Lögð fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstundar í NPA samningum árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2023. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2023. Vísað til byggðaráðs."

Framlögð greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.