Fara í efni

Borgarteigur 8 (L229021) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2211332

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 23.03.2023

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar framangreinda iðnaðar- og athafnalóð á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Lóðin var auglýst frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023. Ein umsókn barst í lóðina, frá Helga Svan Einarssyni fyrir hönd Garðprýði ehf.

Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi umsækjanda, sem hann láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
5) Síðasta samþykkta ársreikning umsækjenda sem áritaður hefur verið af löggiltum endurskoðanda.
6) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknar. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka ákvörðun um afgreiðslu umsóknar. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar varðandi úthlutunina.