Skálárrétt
Málsnúmer 2211352
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 6. fundur - 09.01.2023
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2022 frá Magnúsi Péturssyni landeiganda Skálár til fjallskilastjóra fjallskiladeildar Hrolleifsdals. Varðar erindið hvort rífa eigi réttina eða endurbyggja að hluta. Í núverandi fjallskilareglugerð Skagafjarðar er Skálárrétt skilgreind sem skilarétt. Nefndin óskar eftir viðræðum við landeiganda Skálár og fjallskiladeild Hrollleifsdals.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 8. fundur - 09.08.2024
Erindi barst frá landeiganda Skálár, Magnúsi Péturssyni varðandi niðurrif á Skálárrétt. Erindið var tekið fyrir á fundi Landbúnaðarnefndar þann 9.jan.2023.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að hafa samband við landeigendur Skálár og fjallskiladeildina í Hrolleifsdal varðandi réttina og nýtingu á henni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að hafa samband við landeigendur Skálár og fjallskiladeildina í Hrolleifsdal varðandi réttina og nýtingu á henni.