Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Skálárrétt leyfi til niðurrifs
Málsnúmer 2211352Vakta málsnúmer
2.Kostnaður við afréttargirðingu Staðarhrepp
Málsnúmer 2408013Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari upplýsinga um reikninga og tilurð verksins. Málið verður tekið fyrir á fundi aftur þegar búið er að afla umbeðinna gagna.
3.Ársreikningar fjallskilanefnda 2023
Málsnúmer 2403217Vakta málsnúmer
Ársreikningar fjallskiladeildar Sauðárkróks og framhluta Skagafjarðar fyrir árið 2023 eru lagðir fram til kynningar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Kára Gunnarssyni að afla frekari gagna varðandi innihald ársreiknings framhluta Skagafjarðar og leggja fyrir nefndina að nýju.
Einnig er lagt til að formenn allra fjallskiladeilda verði boðaðir á fund nefndarinnar í febrúar þar sem rædd verði fjallskilamál.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa Kára Gunnarssyni að afla frekari gagna varðandi innihald ársreiknings framhluta Skagafjarðar og leggja fyrir nefndina að nýju.
Einnig er lagt til að formenn allra fjallskiladeilda verði boðaðir á fund nefndarinnar í febrúar þar sem rædd verði fjallskilamál.
4.Leiðbeiningar um endurnýtingu úrgangs í fyllingar
Málsnúmer 2406084Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá Umhverfisstofnun varðandi efni sem notuð eru til landfyllinga og mismunandi tegundir þeirra.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að hafa samband við landeigendur Skálár og fjallskiladeildina í Hrolleifsdal varðandi réttina og nýtingu á henni.