Fara í efni

Blöndulína 3 - Álit Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 2212101

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 16. fundur - 12.01.2023

Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu Landsnets um Blöndulínu 3 dagssett 9.12.2022 sem lögð var fram samkvæmt 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram: “Skipulagsstofnun telur að Umhverfismatsskýrslan uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í umhverfismatsskýrslu Landsnets eru kynnt áform um lagningu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar, rúmlega 100 km leið. Ásamt aðalvalkosti Landsnets eru kynntir aðrir valkostir um legu loftlínu á tilteknum köflum ásamt valkostum um jarðstreng á afmörkuðum hlutum leiðarinnar. Aðalmarkmið framkvæmdar við Blöndulínu 3 er að bæta flutnings- og afhendingargetu til allra afhendingarstaða í meginflutningskerfi landsins með endurnýjun byggðalínunnar. Að auki er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með því að bæta tengingar á milli virkjana í þeim landshlutum."

Álit Skipulagsstofnunar er einnig aðgengilegt hér ásamt umhverfismatsskýrslu, umsögnum, svörum framkvæmdaraðila og greinargerð Landsnets um breytta legu í Hörgársveit og Akureyrbæ:

https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1083#alit

Skipulagsnefnd - 17. fundur - 26.01.2023

Með fundarboði skipulagsnefndar fylgdi eftirfarandi fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur fyrir hönd VG og óháðra með ósk um að fyrirspurninni sé vísað áfram til Skipulagsstofnunar:

"Á fundi Skipulagsstofnunar með sveitarstjórn og skipulagsnefnd Skagafjarðar 5. janúar síðastliðinn kom fram af hálfu fulltrúa Skipulagsstofnunar að sveitarfélagið gæti beint fyrirspurnum varðandi umhverfismat vegna Blöndulínu 3 til Landsnets, auk þess að óska eftir nánari upplýsingum til fyrirtækisins um þau gögn sem Skipulagsstofnun bendir á að séu ófullnægjandi í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3.
Skipulagsnefnd spyr hvort umhverfismatsvinna í raun í eðlilegu og lögbundnu ferli þegar Skipulagsstofnun vísar á þennan hátt til Landsnets sjálfs t.d. varðandi ófullnægjandi svör Landsnets sem Skipulagsstofnun fylgir ekki sjálf eftir?"

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda ofangreint erindi til Skipulagsstofnunar.