Fara í efni

Skipulagsnefnd

17. fundur 26. janúar 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Pétur Örn Sveinsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059Vakta málsnúmer

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti uppfærð skipulagsgögn, útgáfa 1.2, dagssett 16.01.2023 fyrir deiliskipulag Hofsóss sunnan Kirkjugötu, þar sem búið er að vinna úr innsendum athugasemdum.

Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við íbúa/eigendur Sætún nr. 4-10 vegna breytinga á skipulagsuppdrætti í samræmi við teikningu af svæðinu frá 1986 með bílskúrsheimild og bílastæði.

2.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

Málsnúmer 2204124Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulagsnefndar þann 12.01.2023 var eftirfarandi bókað: “Vinnslutillaga Sauðárkrókskirkjugarðs var auglýst með kynningarmyndbandi 19. desember 2022 með athugasemdafresti til 9. janúar 2023. Ein formleg athugasemd barst, einnig var umræða um málið á fésbókarsíðu sveitarfélagsins og Sauðárkrókskirkju þar sem frétt um málið var deilt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði."
Í ljós kom að innsendar athugasdemdir við vinnslutillöguna voru tvær og leiðréttist það hér með.

Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands fór yfir uppfærð drög að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð, skipulagsuppdrátt og greinargerð dagssett 12.01.2023, verknúmer DS2202. Einnig farið yfir óverulega breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki þar sem 0,87 ha svæði verður fellt út og látið falla inn í deiliskipulag kirkjugarðsins.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Til samræmingar skal óveruleg breyting á deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulaglaga samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar. Viðfangsefni er breyting á afmörkun landnotkunarreits K401 suður inn á svæði AF401 í samræmi við skipulagsmörk í deiliskipulagi Sauðárkrókskirkjugarðs.

3.Sauðárkrókur - Deiliskipulag tjaldstæði - Sauðárgil

Málsnúmer 2203234Vakta málsnúmer

Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands fór yfir vinnslutillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið við Sauðárgil, dagssett 19.01.2023, verknúmer DS2203.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna tillögunnar.

4.Freyjugötureitur - Deiliskipulag

Málsnúmer 2105267Vakta málsnúmer

Á fundinum gerði Arnór Halldórsson hrl. grein fyrir helstu ákvæðum samnings dags. 25.09. 2020 milli sveitarfélagsins annars vegar og Hrafnshóls og Nýjatúns hins vegar sem fjalla um tímaramma þróunarverkefnisins, skyldur aðilanna og möguleg vanefndaúrræði sveitarfélagsins. Fram komu sjónarmið um að félögin hafi ekki staðist kröfur samningsins um framvindu verkefnisins. Einnig var bent á að deiliskipulagstillögur Landmótunar f.h. Hrafnshóls uppfylltu ekki skilyrði 1. mgr. 37. gr. skipulagslaga um að tilgreina skuli nýtingarhlutfall lóða. Töluvert skorti því á að tillögurnar séu tilbúnar.

Eftir umræður var ákveðið að skipulagsfulltúi leitaði liðsinnis lögmanns til þess að fara nánar yfir málið m.t.t. efnda félaganna skv. samningnum og gera tillögur um úrræði til þess að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins.

5.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207159Vakta málsnúmer

Vísað er til 3. fundar byggðarráðs Skagafjarðar um samstarf sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum (mál nr. 2206286) þar sem fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, komu til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans.

Háskólinn á Hólum sendi í kjölfar fundarins sveitarfélaginu erindi dags. 13.07.2022 þar sem þess var farið á leit við sveitarfélagið að það leiti að heppilegri lóð á Sauðárkróki fyrir uppbyggingu rannsókna- og kennsluaðstöðu fiskeldis-, og fiskalíffræðideildar á Hólum. Í erindinu sem er fyrirliggjandi á fundinum og sem nefndarmenn hafa kynnt sér kemur fram grófleg þarfagreining. Í henni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri stærð húsnæðis skólans og skiptingu þess til nánar tilgreindra nota. Þar er einnig gerð grein fyrir þörf fyrir raforku, heitt og kalt vatn og sjóveitu.

Af hálfu sveitarfélagsins hefur verið bent á að 1,5-2 hektara landssvæði austan við Borgarflöt 31, sem liggur samsíða Strandveginum í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki, geti verið heppilegt undir framangreinda starfsemi. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor hefur f.h. Háskólans á Hólum, með umsókn dags. 21.01. 2023, sem liggur fyrir á fundinum, sótt um að fá úthlutaða lóð austan við Borgarflöt 31.

Nefndin telur að málefnaleg rök séu til þess að veita vilyrði fyrir umbeðinni lóð; Starfsemi sem þar yrði hýst sé til þess fallin að auðga samfélagið í Skagafirði og draga að vel menntað starfsfólk og samstarfsaðila úr ýmsum starfsgreinum og vera segull á nýsköpunarstarfsemi. Þannig geti fyrirhuguð starfsemi stuðlað að aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Með vísan til 8. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða gerir skipulagsnefnd tillögu um að sveitarstjórn veiti Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildi í 12 mánuði frá samþykki sveitarfélagsins á tillögu þessari. Endanleg úthlutun fari fram að fengnu endanlegu samþykki sveitarstjórnar og umsækjanda, að lokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu og viðræðum um lóðarleiguskilmála, þ.m.t. um lóðagjöld og kostnað við tenginu lóðar við veitur.

6.Blöndulína 3 - Álit Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 2212101Vakta málsnúmer

Með fundarboði skipulagsnefndar fylgdi eftirfarandi fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur fyrir hönd VG og óháðra með ósk um að fyrirspurninni sé vísað áfram til Skipulagsstofnunar:

"Á fundi Skipulagsstofnunar með sveitarstjórn og skipulagsnefnd Skagafjarðar 5. janúar síðastliðinn kom fram af hálfu fulltrúa Skipulagsstofnunar að sveitarfélagið gæti beint fyrirspurnum varðandi umhverfismat vegna Blöndulínu 3 til Landsnets, auk þess að óska eftir nánari upplýsingum til fyrirtækisins um þau gögn sem Skipulagsstofnun bendir á að séu ófullnægjandi í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3.
Skipulagsnefnd spyr hvort umhverfismatsvinna í raun í eðlilegu og lögbundnu ferli þegar Skipulagsstofnun vísar á þennan hátt til Landsnets sjálfs t.d. varðandi ófullnægjandi svör Landsnets sem Skipulagsstofnun fylgir ekki sjálf eftir?"

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda ofangreint erindi til Skipulagsstofnunar.

7.Svæðisskipulag Suðurhálendis, tillaga til kynningar; Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2301147Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis óskar eftir umsögnum um greinargerð og umhverfismatskýrslu fyrir hálendissvæðið sem er innan skipulagssvæðis níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu. Athugasemdafrestur er til 12. febrúar 2023.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna. En bendir á að sveitarfélagamörk hafa breyst, þ.e.a.s. við sameiningu Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fundi slitið - kl. 12:00.