Fara í efni

Styrkbeiðni vegna frísbígolfvallar

Málsnúmer 2212142

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 8. fundur - 19.01.2023

Tekin fyrir styrkbeiðni frá íbúasamtökunum Byggjum Hofsós og nágrenni, þar sem óskað er eftir styrk við að koma upp frisbígolfvelli á Hofsósi. Nefndin tekur vel í erindið en áður en það verður afgreitt óskar nefndin eftir frekari gögnum um staðsetningu o.fl.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 9. fundur - 09.02.2023

Tekin fyrir styrkbeiðni frá íbúasamtökunum Byggjum Hofsós og nágrenni, óskað er eftir styrk við að koma upp frisbígolfvelli á Hofsósi. Áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 19. janúar sl. Nefndin fagnar framtakinu og samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000 til verksins. Tekið af lið 06890.