Fara í efni

Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar

Málsnúmer 2212177

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 8. fundur - 23.12.2022

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Skagafjarðar nr. 1336/2022. Breytingarnar eru til komnar vegna innleiðingar á farsældarlögum sem miða að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 9. fundur - 18.01.2023

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Skagafjarðar nr. 1336/2022. Breytingarnar eru til komnar vegna innleiðingar á farsældarlögum sem miða að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar, sem samþykkt var með níu atkvæðum á 8. fundi sveitarsjórnar þann 23. desember 2022 og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar, eru bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með 9 atkvæðum.