Fara í efni

Eftirleitir á Staðarafrétt

Málsnúmer 2212180

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 6. fundur - 09.01.2023

Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Staðarhrepps um greiðslu vegna vinnu við eftirleitir í Staðarfjöllum. Nefndin samþykkir að greiða innsendan reikning.

Landbúnaðarnefnd - 8. fundur - 03.04.2023

Borist hefur ósk frá Fjallskilasjóði Staðarhrepps um fjármagn til þess að greiða fyrir eftirleitir í Staðarfjöllum. Samskonar erindi tekið fyrir á 6. fundi landbúnaðarnefndar þann 9. janúar 2023. Landbúnaðarnefnd vísar til afgreiðslu máls 2302238 á 7. fundi nefndarinnar þar sem segir: "Landbúnaðarnefnd vísar til 7. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021 þar sem segir "Fjallskilastjórn metur allan fjallskilakostnað upprekstrarfélagsins til peningsverðs og jafnar honum á alla sauðfjár- og stóðhrossaeigendur upprekstrarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs."
Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita fjallskilasjóðnum framlag til greiðslu framangreinds kostnaðar og verður fjárhæðin dregin af framlagi sveitarfélagsins 2023 til fjallskilasjóðsins.