Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 6

Málsnúmer 2301004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 9. fundur - 18.01.2023

Fundargerð 6. fundar landbúnaðarnefndar frá 9. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Málið áður á 5. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Málið rætt, áfram í skoðun. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram áætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2023. Landbúnaðarnefnd hefur til ráðstöfunar á fjárhagsáætlun 2023 fyrir deild 13210, samtals 8 mkr. til að veita í framlög til fjallskilasjóðanna. Nefndin mun kalla eftir frekari upplýsingum hjá fjallskilanefndum. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Staðarhrepps um greiðslu vegna vinnu við eftirleitir í Staðarfjöllum. Nefndin samþykkir að greiða innsendan reikning. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lögð fram umsókn frá Efemíu G. Björnsdóttur, Freyjugötu 3, Sauðárkróki um leyfi til að halda 10 hænur við heimili hennar. Nefndin samþykkir umsókn um búfjárleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • .5 2211352 Skálárrétt
    Landbúnaðarnefnd - 6 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2022 frá Magnúsi Péturssyni landeiganda Skálár til fjallskilastjóra fjallskiladeildar Hrolleifsdals. Varðar erindið hvort rífa eigi réttina eða endurbyggja að hluta. Í núverandi fjallskilareglugerð Skagafjarðar er Skálárrétt skilgreind sem skilarétt. Nefndin óskar eftir viðræðum við landeiganda Skálár og fjallskiladeild Hrollleifsdals. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Ormahreinsun sveitahunda rædd. Nefndin áréttar mikilvægi ormahreinsunar einu sinni á ári. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Málið áður á dagskrá 4. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. október 2022. Fjallskilasamþykktin rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi styrkumsókn til Minjastofnunar fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals vegna viðgerðar á grjóthlaðinni rétt við Tungufjallssporðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Kolbeinsdalsafrétt. Styrkur að fjárhæð 1,8 mkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Unadalsafrétt. Styrkur að fjárhæð 800 þkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Keldudal á Hofsafrétt. Styrkur að fjárhæð 2,0 mkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Molduxaskarði. Styrkur að fjárhæð 400 þkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.