Ársreikningur 2022
Málsnúmer 2301059
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023
Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2022.
Ársreikningur sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lagður fram til fyrri umræðu, sá fyrsti sinnar tegundar. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 7.976 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 6.567 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.065 m.kr., þar af A-hluti 6.120 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 911 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 447 m.kr. Afskriftir eru samtals 300 m.kr., þar af 163 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 665 m.kr., þ.a. eru 494 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2022 er neikvæð um 55 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 13.338 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 10.192 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2022 samtals 9.485 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.163 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.006 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 662 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.843 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 28,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.705 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 860 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 486 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 664 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2022, 1.065 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 966 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 643 m.kr. Handbært fé nam 351 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 599 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2022, 118,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,7% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Guðlaugur Skúlason, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum.
Ársreikningur sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lagður fram til fyrri umræðu, sá fyrsti sinnar tegundar. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 7.976 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 6.567 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.065 m.kr., þar af A-hluti 6.120 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 911 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 447 m.kr. Afskriftir eru samtals 300 m.kr., þar af 163 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 665 m.kr., þ.a. eru 494 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2022 er neikvæð um 55 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 13.338 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 10.192 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2022 samtals 9.485 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.163 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.006 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 662 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.843 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 28,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.705 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 860 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 486 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 664 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2022, 1.065 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 966 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 643 m.kr. Handbært fé nam 351 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 599 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2022, 118,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,7% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Guðlaugur Skúlason, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kynnti ársreikninginn.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 7.976 m.kr. af samstæðunni í heild, A- og B-hluta. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 6.567 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.065 m.kr., þ.a. A-hluta 6.120 m.kr. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 911 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 447 m.kr. Afskriftir eru samtals 300 m.kr., þar af 163 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 665 m.kr., þ.a. eru 494 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2022 er neikvæð um 55 m.kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 m.kr.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 13.338 m.kr., þ.a. voru eignir A hluta 10.192 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2022 samtals 9.485 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.163 m.kr.. Langtímaskuldir námu alls 6.006 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 662 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.843 m.kr. hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 28,9%. Af þessari tölu nam eigið fé A-hluta 2.028 m.kr. og eiginfjárhlutfall 19,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.705 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 860 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 486 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 664 m.kr. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2022, 1.065 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 966 m.kr. Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2022 eru 643 m.kr., handbært fé nam 351 m.kr. í árslok. Tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 599 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2022, 118,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,7% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fulltrúa Vg og óháðra.
Í Skagafirði er atvinnustig gott, atvinnuleysi í lágmarki og umsvif margra fyrirtækja hefur aukist sem skilar sér í auknum tekjum sveitarsjóðs. Skuldastaða sveitarfélagsins er þó virkilega varhugaverð, en í árslok 2022 skuldar Skagafjörður 9,5 milljarða sem samsvarar því að skuld hvers íbúa séu 2,2 milljónir. Árið 2022 voru tekin ný lán fyrir 570 milljónir hjá sveitarfélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir aukið útsvar og aukinna tekna vegna fasteignagjalda. Á covid tímum var gefinn aukinn slaki á skuldastöðu sveitarfélaga en samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga verður hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026. Það er því aldrei mikilvægara en nú að sýna ábyrgan rekstur því annars gæti þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til að ná settu markmiði um skuldir, en sveitarfélaginu hefur einmitt borist bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga með áskorun um að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl innan tiltekins frests vegna fjárhagsstöðu þess.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið fjölskylduvænt og virkilega eftirsóknarverður búsetukostur.
Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og lágmarka álögur sem lenda á herðum þeirra. Skynsamlegast væri að draga úr framkvæmdum og greiða niður skuldir eins og mögulegt er því allur aur sem fer í verðbætur og vexti af lánum hefur áhrif á framkvæmdagetu sveitarfélagins til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun Byggðalista.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 skilar rekstur Skagafjarðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði hagnaði og er staðan betri en áætlað var vegna aukins framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem er gleðilegt. Þrátt fyrir aukið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þá eru A- og B- hluti reknir með 55 milljóna króna tapi árið 2022.
Skuldir og skuldahlutfall halda áfram að hækka eins og undanfarin ár. Við hjá Byggðalistanum höfum margs sinnis bent á að þessari þróun þurfi að breyta. Fjármálastjórnun sem einkennist af því að taka hærri lán en því sem nemur afborgunum eldri lána er ekki góð fjármálastjórnun. Nú nema skuldir sveitarfélagsins um 2.181.000 krónur á hvern íbúa. Við teljum rekstur sveitarfélagsins vera í járnum. Sérstaklega í ljósi þess að fyrir liggur að ráðast þurfi í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir við fráveitu og halda áfram með uppbyggingu grunn- og leikskóla sveitarfélagsins svo fátt eitt sé nefnt.
Við hjá Byggðalistanum teljum að breytt fyrirkomulag við gerð á ársreikningi sveitarfélagsins, þ.e.a.s. að taka Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra og Norðurá bs. með í B hluta, ekki til góðs heldur einfaldlega flækja og gefa óskýra mynd, þar sem eignir og rekstur þessara félaga eru í raun sveitarfélaginu óviðkomandi og hafa engin áhrif á rekstur þess. Í raun er þessi breyting til þess valdandi að röng mynd skapast af rekstri B hluta sveitarfélagsins og gerir okkur erfiðara fyrir með að sjá raun tölur í rekstri sveitarfélagsins og rýna rekstur þess til hlítar. Við hjá Byggðalistanum teljum að opið bókhald þar sem möguleiki er að fylgjast með mælaborði reksturs sveitarfélagsins og að fá skýra mynd í hvað skatttekjur íbúa eru að fara í, veiti gagnsæi sem er gott fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og sveitarstjóra fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2022.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.
Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í ársreikningi Skagafjarðar fyrir árið 2022 sem nú hefur verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar kemur fram að rekstarniðurstaða A- og B- hlutaá árinu 2022 er neikvæð um 55 millj. króna en rekstarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 millj. króna. Þessi niðurstaða er mun betri en áætlanir ársins 2022 gerðu ráð fyrir en áætlað var að hallinn á A- og B-hluta yrði í heild neikvæður um 174 m.kr. Megin ástæða betri útkomu eru hærri tekjur en áætlað var ásamt því að reksturinn gekk vel og var samkvæmt áætlun þegar á heildina er litið.
Á árinu 2022 voru tekin ný langtímalán að upphæð 599 m.kr en afborganir langtímalána voru þó hærri eða 643 m.kr sem er jákvætt. Skuldahlutfallið lækkar því úr 124% í 119%. Skuldaviðmiðið lækkar einnig og er nú komið í tæplega 91% sem er jákvætt en viðmið fjármálareglna er 150%. Ef horft er á mögulegan uppgreiðslutíma áhvílandi langtímaskulda í árum með hliðsjón af veltufé frá rekstri, og ef það væri eingöngu notað til uppgreiðslu lánanna, lækkar uppgreiðslutíminn úr rúmum 11 árum í tæp 7 ár sem er jákvætt og segir okkur að gott samhengi er á milli þess fjár sem reksturinn skilar og heildar upphæð langtímalána. Vegna síhækkandi verðbólgu á árinu urðu fjármagnsgjöldin hins vegar um 40 milljónum hærri en áætlað var en við það er erfitt að ráða af hálfu sveitarfélagsins. Einnig hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 71 m.kr umfram það sem áætlað var, en mjög erfitt er að sjá fyrir þá útreikninga hins opinbera. Eins er rekstur á málaflokki fatlaðs fólks verulega neikvæður en þar fylgja ekki þeir fjármunir með verkefninu frá ríkinu sem þarf til að standa undir þeim kröfum sem lagt er upp með.
Ef litið er á veltufé frá rekstri þá var það 10,8% á árinu eða 860 m.kr sem er veruleg aukning frá árunum þar á undan. Veltufé frá rekstri er meginforsenda þess að sveitarfélagið geti fjárfest og framkvæmt án lántöku. Ef horft er á fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2022 þá voru þær 632 m.kr. fyrir A-hluta, þar af eru framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks stærstar eða 236 m.kr og viðbygging við Ársali 177 m.kr. Í B-hlutanum var fjárfest í varanlegum rekstarfjármunum fyrir 353 m.kr. Þar vega þyngst framkvæmdir við hitaveitu að upphæð 160 m.kr. og síðan hafnarframkvæmdir að upphæð 67 m.kr., þar með talin endurnýjun á búnaði í nýjum dráttarbát. Það að sveitarfélagið geti framkvæmt jafn mikið og raun ber vitni með veltufé frá rekstri er mjög jákvætt.
Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að rekstur sveitarfélagsins er góður og stefnir í rétta átt, þ.e.a.s. að verða enn þá betri. Verkið á komandi mánuðum og árum er því áfram að halda útgjöldum samkvæmt áætlun og gera reksturinn enn þá hagkvæmari en um leið að halda uppi góðri og mikilli þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar.
Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings og starfsmönnum öllum fyrir mikla og góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins en góðir starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers sveitarfélags.
Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs, þá Sveinn Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Ársreikningur 2022 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu samhljóða atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 7.976 m.kr. af samstæðunni í heild, A- og B-hluta. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 6.567 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.065 m.kr., þ.a. A-hluta 6.120 m.kr. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 911 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 447 m.kr. Afskriftir eru samtals 300 m.kr., þar af 163 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 665 m.kr., þ.a. eru 494 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2022 er neikvæð um 55 m.kr. en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 m.kr.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 13.338 m.kr., þ.a. voru eignir A hluta 10.192 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2022 samtals 9.485 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.163 m.kr.. Langtímaskuldir námu alls 6.006 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 662 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.843 m.kr. hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 28,9%. Af þessari tölu nam eigið fé A-hluta 2.028 m.kr. og eiginfjárhlutfall 19,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.705 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 860 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 486 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 664 m.kr. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2022, 1.065 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 966 m.kr. Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2022 eru 643 m.kr., handbært fé nam 351 m.kr. í árslok. Tekin voru ný langtímalán að fjárhæð 599 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2022, 118,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,7% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fulltrúa Vg og óháðra.
Í Skagafirði er atvinnustig gott, atvinnuleysi í lágmarki og umsvif margra fyrirtækja hefur aukist sem skilar sér í auknum tekjum sveitarsjóðs. Skuldastaða sveitarfélagsins er þó virkilega varhugaverð, en í árslok 2022 skuldar Skagafjörður 9,5 milljarða sem samsvarar því að skuld hvers íbúa séu 2,2 milljónir. Árið 2022 voru tekin ný lán fyrir 570 milljónir hjá sveitarfélaginu. Þetta er gert þrátt fyrir aukið útsvar og aukinna tekna vegna fasteignagjalda. Á covid tímum var gefinn aukinn slaki á skuldastöðu sveitarfélaga en samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga verður hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026. Það er því aldrei mikilvægara en nú að sýna ábyrgan rekstur því annars gæti þurft að grípa til sérstakra ráðstafana til að ná settu markmiði um skuldir, en sveitarfélaginu hefur einmitt borist bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga með áskorun um að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl innan tiltekins frests vegna fjárhagsstöðu þess.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið fjölskylduvænt og virkilega eftirsóknarverður búsetukostur.
Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og lágmarka álögur sem lenda á herðum þeirra. Skynsamlegast væri að draga úr framkvæmdum og greiða niður skuldir eins og mögulegt er því allur aur sem fer í verðbætur og vexti af lánum hefur áhrif á framkvæmdagetu sveitarfélagins til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun Byggðalista.
Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 skilar rekstur Skagafjarðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði hagnaði og er staðan betri en áætlað var vegna aukins framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem er gleðilegt. Þrátt fyrir aukið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þá eru A- og B- hluti reknir með 55 milljóna króna tapi árið 2022.
Skuldir og skuldahlutfall halda áfram að hækka eins og undanfarin ár. Við hjá Byggðalistanum höfum margs sinnis bent á að þessari þróun þurfi að breyta. Fjármálastjórnun sem einkennist af því að taka hærri lán en því sem nemur afborgunum eldri lána er ekki góð fjármálastjórnun. Nú nema skuldir sveitarfélagsins um 2.181.000 krónur á hvern íbúa. Við teljum rekstur sveitarfélagsins vera í járnum. Sérstaklega í ljósi þess að fyrir liggur að ráðast þurfi í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir við fráveitu og halda áfram með uppbyggingu grunn- og leikskóla sveitarfélagsins svo fátt eitt sé nefnt.
Við hjá Byggðalistanum teljum að breytt fyrirkomulag við gerð á ársreikningi sveitarfélagsins, þ.e.a.s. að taka Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra og Norðurá bs. með í B hluta, ekki til góðs heldur einfaldlega flækja og gefa óskýra mynd, þar sem eignir og rekstur þessara félaga eru í raun sveitarfélaginu óviðkomandi og hafa engin áhrif á rekstur þess. Í raun er þessi breyting til þess valdandi að röng mynd skapast af rekstri B hluta sveitarfélagsins og gerir okkur erfiðara fyrir með að sjá raun tölur í rekstri sveitarfélagsins og rýna rekstur þess til hlítar. Við hjá Byggðalistanum teljum að opið bókhald þar sem möguleiki er að fylgjast með mælaborði reksturs sveitarfélagsins og að fá skýra mynd í hvað skatttekjur íbúa eru að fara í, veiti gagnsæi sem er gott fyrir kjörna fulltrúa, starfsfólk og íbúa sveitarfélagsins.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og sveitarstjóra fyrir þeirra vinnu við gerð ársreiknings fyrir árið 2022.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson.
Einar E. Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks (B) og Sjálfstæðisflokks (D) í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Í ársreikningi Skagafjarðar fyrir árið 2022 sem nú hefur verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar kemur fram að rekstarniðurstaða A- og B- hlutaá árinu 2022 er neikvæð um 55 millj. króna en rekstarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 millj. króna. Þessi niðurstaða er mun betri en áætlanir ársins 2022 gerðu ráð fyrir en áætlað var að hallinn á A- og B-hluta yrði í heild neikvæður um 174 m.kr. Megin ástæða betri útkomu eru hærri tekjur en áætlað var ásamt því að reksturinn gekk vel og var samkvæmt áætlun þegar á heildina er litið.
Á árinu 2022 voru tekin ný langtímalán að upphæð 599 m.kr en afborganir langtímalána voru þó hærri eða 643 m.kr sem er jákvætt. Skuldahlutfallið lækkar því úr 124% í 119%. Skuldaviðmiðið lækkar einnig og er nú komið í tæplega 91% sem er jákvætt en viðmið fjármálareglna er 150%. Ef horft er á mögulegan uppgreiðslutíma áhvílandi langtímaskulda í árum með hliðsjón af veltufé frá rekstri, og ef það væri eingöngu notað til uppgreiðslu lánanna, lækkar uppgreiðslutíminn úr rúmum 11 árum í tæp 7 ár sem er jákvætt og segir okkur að gott samhengi er á milli þess fjár sem reksturinn skilar og heildar upphæð langtímalána. Vegna síhækkandi verðbólgu á árinu urðu fjármagnsgjöldin hins vegar um 40 milljónum hærri en áætlað var en við það er erfitt að ráða af hálfu sveitarfélagsins. Einnig hækkuðu lífeyrisskuldbindingar um 71 m.kr umfram það sem áætlað var, en mjög erfitt er að sjá fyrir þá útreikninga hins opinbera. Eins er rekstur á málaflokki fatlaðs fólks verulega neikvæður en þar fylgja ekki þeir fjármunir með verkefninu frá ríkinu sem þarf til að standa undir þeim kröfum sem lagt er upp með.
Ef litið er á veltufé frá rekstri þá var það 10,8% á árinu eða 860 m.kr sem er veruleg aukning frá árunum þar á undan. Veltufé frá rekstri er meginforsenda þess að sveitarfélagið geti fjárfest og framkvæmt án lántöku. Ef horft er á fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2022 þá voru þær 632 m.kr. fyrir A-hluta, þar af eru framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks stærstar eða 236 m.kr og viðbygging við Ársali 177 m.kr. Í B-hlutanum var fjárfest í varanlegum rekstarfjármunum fyrir 353 m.kr. Þar vega þyngst framkvæmdir við hitaveitu að upphæð 160 m.kr. og síðan hafnarframkvæmdir að upphæð 67 m.kr., þar með talin endurnýjun á búnaði í nýjum dráttarbát. Það að sveitarfélagið geti framkvæmt jafn mikið og raun ber vitni með veltufé frá rekstri er mjög jákvætt.
Þegar á heildina er litið er því óhætt að segja að rekstur sveitarfélagsins er góður og stefnir í rétta átt, þ.e.a.s. að verða enn þá betri. Verkið á komandi mánuðum og árum er því áfram að halda útgjöldum samkvæmt áætlun og gera reksturinn enn þá hagkvæmari en um leið að halda uppi góðri og mikilli þjónustu fyrir íbúa Skagafjarðar.
Sveitarstjórn vill að lokum þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem lögðu hönd á plóg við gerð þessa ársreiknings og starfsmönnum öllum fyrir mikla og góða vinnu við rekstur sveitarfélagsins en góðir starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers sveitarfélags.
Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs, þá Sveinn Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Ársreikningur 2022 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu samhljóða atkvæðum.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu 7.975,9 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrartekjur A hluta 6.566,8 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,3 millj. kr. en neikvæð í A hluta um 210,6 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 3.843,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 2.028,3 millj. kr.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.