Kirkjutorgið er kennileiti á Sauðárkróki og er mikilvægt að það sé fallegt og vel um gengið. Fyrir liggur kostnaðaráætlun um endurnýjun á gangstétt meðfram blómabeði í miðju kirkjutorgsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að ráðist verði í endurnýjun á hellum við græna svæðið á Kirkjutorgi. Markmið verksins er að gera Kirkjutorgið snyrtilegra og meira hvetjandi fyrir íbúa og ferðamenn til að stoppa við og njóta. Hellulögn verður endurýjuð ásamt því að farið verður í nauðsynlega jarðvegsvinnu sem fylgir verkinu. Nefndin leggur áherslu á að ef náist ekki að ljúka framkvæmdum fyrir gróðursetningu sumarblóma, þá verður framkvæmdum frestað fram á haust, kostnaður verður greiddur úr viðhaldi gangstétta. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að ráðist verði í endurnýjun á hellum við græna svæðið á Kirkjutorgi. Markmið verksins er að gera Kirkjutorgið snyrtilegra og meira hvetjandi fyrir íbúa og ferðamenn til að stoppa við og njóta. Hellulögn verður endurýjuð ásamt því að farið verður í nauðsynlega jarðvegsvinnu sem fylgir verkinu. Nefndin leggur áherslu á að ef náist ekki að ljúka framkvæmdum fyrir gróðursetningu sumarblóma, þá verður framkvæmdum frestað fram á haust, kostnaður verður greiddur úr viðhaldi gangstétta. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sat þennan lið.