Fara í efni

SAK - Árskóli viðhald A-álma 2023, hönnun og áætlun

Málsnúmer 2301088

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 35. fundur - 15.02.2023

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri komu til fundar við byggðarráð til að kynna hugmyndir að endurbótum á A-álmu Árskóla, sem snúa m.a. að gluggaskiptum og klæðningu á vesturhlið.
Byggðarráð samþykkir að framkvæmdin verði boðin út.

Byggðarráð Skagafjarðar - 50. fundur - 31.05.2023

Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í útboðsverkið "Árskóli - klæðning og gluggar - 2023", þann 10. maí 2023, kl. 13:00.
Ekkert tilboð barst í verkið. Undir þessum dagskrárlið sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri.
Þar sem ekkert tilboð barst í verkið þá samþykkir byggðarráð að fela starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.