Fara í efni

Svæðisskipulag Suðurhálendis, tillaga til kynningar; Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2301147

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 17. fundur - 26.01.2023

Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis óskar eftir umsögnum um greinargerð og umhverfismatskýrslu fyrir hálendissvæðið sem er innan skipulagssvæðis níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur. Auk þeirra taka sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg þátt í verkefninu. Athugasemdafrestur er til 12. febrúar 2023.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna. En bendir á að sveitarfélagamörk hafa breyst, þ.e.a.s. við sameiningu Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar.