Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 8/2023, "Drög að frumvarpi til laga um Land og skóg". Umsagnarfrestur er til og með 01.02.2023. Byggðarráð tekur jákvætt í fyrirhugaða sameiningu og samþykkir eftirfarandi umsögn: Við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun má benda á tækifæri sem felast í uppbyggingu rannsókna og ráðgjafar í Skagafirði á sviðum nýrrar stofnunar. Fellur það vel að stefnu ríkisstjórnarinnar um að aukin skógrækt og landgræðsla eigi að leika veigamikið hlutverk í aðgerðum til að auka kolefnisbindingu hér á landi á næstu árum og áratugum. Báðar stofnanir hafa nú í dag starfstöðvar í Skagafirði. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta. Íbúaþróun hefur verið óhagfelldust yfir landið undanfarin ár á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Í ljósi framangreinds má sjá að bæði fagleg og byggðarleg sjónarmið mæla mjög með því að við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun verði horft til tækifæra sem þá gætu skapast við eflingu starfsemi stofnunarinnar í Skagafirði.
Byggðarráð tekur jákvætt í fyrirhugaða sameiningu og samþykkir eftirfarandi umsögn:
Við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun má benda á tækifæri sem felast í uppbyggingu rannsókna og ráðgjafar í Skagafirði á sviðum nýrrar stofnunar. Fellur það vel að stefnu ríkisstjórnarinnar um að aukin skógrækt og landgræðsla eigi að leika veigamikið hlutverk í aðgerðum til að auka kolefnisbindingu hér á landi á næstu árum og áratugum. Báðar stofnanir hafa nú í dag starfstöðvar í Skagafirði.
Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta. Íbúaþróun hefur verið óhagfelldust yfir landið undanfarin ár á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Í ljósi framangreinds má sjá að bæði fagleg og byggðarleg sjónarmið mæla mjög með því að við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun verði horft til tækifæra sem þá gætu skapast við eflingu starfsemi stofnunarinnar í Skagafirði.