Fara í efni

Einkenni Skagafjarðar

Málsnúmer 2301201

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 8. fundur - 26.01.2023

Tekið fyrir erindi meirihluta atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnari Helgasyni og Sigurði Bjarna Rafnssyni, þar sem farið er þess á leit að fela starfsmönnum nefndarinnar að fara í þá vinnu að mótað verði tákn fyrir Skagafjörð og leggja þeir til að íslenski hesturinn verði þar í forgrunni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúningsvinnu fyrir verkefnið.