Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

8. fundur 26. janúar 2023 kl. 16:30 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varaform.
  • Ólína Björk Hjartardóttir varam.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegna jólaballs

Málsnúmer 2212211Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 27.12.22.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

2.Sjálfurammar á fallegum stöðum í Skagafirði

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Sigurðar Bjarna Rafnssonar og Ragnars Helgasonar um að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd komi af stað vinnu við að hanna og fjármagna ramma þar sem fólk getur myndað sig í og settir yrðu upp víðsvegar um Skagafjörð.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að hefja vinnu við verkefnið.

3.Ársreikningar félagsheimila í Skagafirði

Málsnúmer 2301152Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar ársreikningar félagsheimila í Skagafirði.

4.Samantekt samninga um rekstur félagsheimila í Skagafirði

Málsnúmer 2301167Vakta málsnúmer

Samantekt samninga um rekstur félagsheimila í Skagafirði lögð fram til kynningar.

5.Málstefna í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2204130Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rannsóknarskýrsla Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum "Staða málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar. Skiptir hún máli"? Skýrslan var unnin árið 2022 af Sigríði Sigurðardóttur, Ágústu Þorbergsdóttur og Önnu Vilborgu Einarsdóttur.
Markmiðið með rannsókninni var að afla þekkingar á stöðu íslensku í ferðaþjónustu á Íslandi og skoða um leið hvaða áherslur sveitarfélög og ferðamálayfirvöld leggja varðandi notkun tungumála í ferðaþjónustu.

6.Rekstur félagsheimilisins Bifrastar

Málsnúmer 2301179Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. þar sem óskað er eftir fundi með atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins vegna seinkunar á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyritækið hefur orðið fyrir vegna þessa.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu byggðarráðs sem fer með málefni eignasjóðs sveitarfélagsins.

7.Einkenni Skagafjarðar

Málsnúmer 2301201Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi meirihluta atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, Ragnari Helgasyni og Sigurði Bjarna Rafnssyni, þar sem farið er þess á leit að fela starfsmönnum nefndarinnar að fara í þá vinnu að mótað verði tákn fyrir Skagafjörð og leggja þeir til að íslenski hesturinn verði þar í forgrunni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúningsvinnu fyrir verkefnið.

Fundi slitið - kl. 17:30.