Borgarflöt 27, húsaleigusamningur
Málsnúmer 2301223
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 43. fundur - 12.04.2023
Lagður fram viðauki við leigusamning, á milli sveitarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga frá 17. maí 2010, um húsnæðið Borgarflöt 27, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka með tveimur atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
Það verður að teljast óeðlilegt að gera óuppsegjanlegan samning til þriggja ára um húsnæði sem er óhentugt til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sveitarfélagið kemur til með að greiða um 30 milljónir á umræddum bindandi samningstíma í leigu til Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afnot að Borgarflöt 27 en tæplega 100 milljónir hafa verið greiddar þar í leigu frá upphafi. VG og óháð leggja til að samningur verði áfram óbreyttur, þ.e.a.s. með sömu uppsagnarákvæðum og verið hefur, en að um leið verði uppbyggingu nýs þjónustuhúss hraðað eins og auðið er.
VG og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir leggja áherslu á að umræddur viðauki við húsaleigusamning um Borgartún 27 er skammtímalausn, á meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir starfsemi veitu- og framkvæmdasviðs. Sú vinna er í fullum gangi og verður vonandi komin til framkvæmda eftir þrjú ár.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi L-listans óskar bókað:
Vinna er í gangi við framkvæmdir við húsnæði fyrir veitu- og framkvæmdasviðs. Teljum við það mikilvægt að framkvæmdinni verði hraðað eins og kostur er. Viðauki þessi við húsaleigusamning að Borgarflöt 27 er óuppsegjanlegur til 3 ára, fulltrúar Byggðalista styðja ekki viðaukann eins og hann liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka með tveimur atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
Það verður að teljast óeðlilegt að gera óuppsegjanlegan samning til þriggja ára um húsnæði sem er óhentugt til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sveitarfélagið kemur til með að greiða um 30 milljónir á umræddum bindandi samningstíma í leigu til Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afnot að Borgarflöt 27 en tæplega 100 milljónir hafa verið greiddar þar í leigu frá upphafi. VG og óháð leggja til að samningur verði áfram óbreyttur, þ.e.a.s. með sömu uppsagnarákvæðum og verið hefur, en að um leið verði uppbyggingu nýs þjónustuhúss hraðað eins og auðið er.
VG og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir leggja áherslu á að umræddur viðauki við húsaleigusamning um Borgartún 27 er skammtímalausn, á meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir starfsemi veitu- og framkvæmdasviðs. Sú vinna er í fullum gangi og verður vonandi komin til framkvæmda eftir þrjú ár.
Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi L-listans óskar bókað:
Vinna er í gangi við framkvæmdir við húsnæði fyrir veitu- og framkvæmdasviðs. Teljum við það mikilvægt að framkvæmdinni verði hraðað eins og kostur er. Viðauki þessi við húsaleigusamning að Borgarflöt 27 er óuppsegjanlegur til 3 ára, fulltrúar Byggðalista styðja ekki viðaukann eins og hann liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við leigusala um samninginn í samræmi við umræður á fundinum.