Fræðslunefnd - 11
Málsnúmer 2302001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023
Fundargerð 11. fundar fræðslunefndar frá 9. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 11 Sem kunnugt er hefur mikið umbótastarf farið fram í leikskólum Skagafjarðar síðustu misseri. Tilgangur umbótanna er annars vegar að bæta starfsumhverfi starfsmanna og hins vegar að koma betur til móts við foreldra og samfélagið allt. Á fundi sínum þann 11. janúar s.l. samþykkti fræðslunefnd að hafa leikskólann Ársali opinn yfir sumartímann 2023 en bjóða foreldrum upp á að velja annað hvort fyrra eða seinna frí með tilteknum dagsetningum. Hér er kynnt könnun sem gerð var á meðal foreldra um tvískiptingu þessa. Könnun þessi staðfestir að slíkt fyrirkomulag hentar megninþorra foreldra. Könnunin leiðir fleiri áhugaverð svör í ljós, m.a. að meirihluti foreldra myndi lengja sumarfrí barna sinna ef dvalargjöld yrðu felld niður á þeim tíma. Könnunin staðfestir þær umræður og hugmyndir sem fræðslunefnd og starfsmenn hafa rætt og farið ítarlega yfir. Opnað verður fyrir bindandi skráningar í fyrra og seinna sumarleyfi á næstu dögum og verður opið fyrir skráningu til 26.febrúar. Vonast er til að fyrirkomulag þetta hjálpi til við skipulagningu starfsins og mönnun leikskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 11 Samningur sveitarfélagsins við Stá ehf. um kaup á hádegisverði í leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki rennur út 31. júlí 2023. Í samningnum eru ákvæði sem heimila framlengingu samningsins um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Nefndin leggur til að hádegisverðurinn verði boðinn út nú í vor og veittur verði sá sveigjanleiki í útboðinu að bjóða í tvennu lagi, annars vegar hádegisverð í leikskóla og hins vegar hádegisverð í grunnskóla. Í útboðslýsingum skal lögð mikil áhersla á íslenskt/skagfirskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar með því m.a. að nýta sem mest hráefni úr heimabyggð. Auk þess verði gerð krafa um að rekstraraðilar veiti upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Farið verði eftir ábendingum Landlæknisembættisins um samsetningu matartegunda og í hverjum skóla verði matseðlar yfirfarnir og samþykktir og að ákveðið samræmi sé á milli skólastiga hvort sem um ræðir einn eða tvo verktaka. Einnig er mikilvægt að leggja áherslu á sveigjanleika í útboðinu hvað varðar fjölda matarskammta með tilliti til starfstíma beggja skólastiga, leikskóla og grunnskóla. Fjöldi matarskammta eru á milli 650 - 700. Nefndin vísar tillögunni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Útboð hádegisverðar á Sauðárkrkóki 2023 " Samþykkt samhljóða.
-
Fræðslunefnd - 11 Samningar um skólaakstur í dreifbýli renna út 31.maí 2023 eftir 5 ára samningstíma. Taka þarf ákvörðun um útboð á akstrinum og samhliða yfirfara breytingar á akstursleiðum og hugsanlega fyrirkomulagi.
Reglur um skólaakstur í dreifbýli voru uppfærðar í október 2022 en ekki gerðar efnislegar breytingar á þeim tíma. Nefndin samþykkir að bjóða skólaaksturinn út og gefur sér tíma til að skoða reglurnar og mun afgreiða þær síðar. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Útboð á skólaakstri í dreifbýli 2023" Samþykkt samhljóða. -
Fræðslunefnd - 11 Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnun sem Árskóli lagði fyrir foreldra um ýmsa mikilvæga þætti skólastarfs í Árskóla. Niðurstöðurnar gefa afar jákvæðar vísbendingar um mikla ánægju foreldra með skólann og veru barna þeirra í skólanum. Um leið og fræðslunefnd óskar Árskóla til hamingju með þessar glæsilegu niðurstöður vill nefndin ítreka að áfram verði hlúð vel að skólum í Skagafirði, líkt og gert hefur verið. Skólastarf og líðan barna í skóla er einn mikilvægasti mælikvarðinn um gott og heilbrigt samfélag. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 11 Samþykkt var tillaga að fundatímum nefndarinnar þann 11. janúar 2023. Gera þarf breytingar á fundartímum og eftirfarandi tillaga löggð fram: 2. mars, 11. apríl, 2. maí, 6. júní. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 11 Þrjú mál tekin fyrir. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar fræðslunefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.