Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 37

Málsnúmer 2302023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Fundargerð 37. fundar byggðarráðs frá 1. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 11. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Halldórssyni hrl. að rita bréf til félaganna Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. í samræmi við umræður á fundinum um framvindu mála á svokölluðum Freyjugötureit.
    Arnór tók þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
    Sólborg Borgarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Guðlaugur Skúlason sat fundinn í hennar stað.
    Bókun fundar Varaforseti, Einar E Einarsson tók við fundarstjórn undir afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með átta atkvæðum. Sólborg Borgarsdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lögð fram drög að samstarfssamningi um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki, milli UMFÍ, UMSS og Skagafjarðar.
    Byggðarráð gerir athugsemdir nokkur atriði í samningnum s.s. vegna rafmagnsmála og sorpmála, og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við samningsaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn Bjórseturs Íslands - brugghús slf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 37/2023, "Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (gjaldtaka o.fl.)". Umsagnarfrestur er til og með 06.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2023, "Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála". Umsagnarfrestur er til og með 10.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2023, "Breyting á kosningalögum". Umsagnarfrestur er til og með 12.03.2023.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögu að breytingum á kosningalögum sem varða vanhæfisákvæði kjörstjórnarmanna en gildandi kosningalög ollu sem kunnugt er miklum vandræðum við mönnun kjörstjórna fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með að leitast sé við að skýra betur ákvæði er varða kostnað við sveitarstjórnarkosningar og aðrar kosningar. Nauðsynlegt er að fyrirhuguð reglugerð sem kveður á um fjárframlög ríkisins til sveitarfélaga vegna hlutverks þeirra við framkvæmd annarra kosninga svo og um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga vegna þeirra verkefna sem Þjóðskrá Íslands fer með vegna framkvæmdar kosninga, verði unnin í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. febrúar 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. febrúar 2023. Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga eru aðgengilegar á heimasíðu samtakanna https://orkusveitarfelog.is/fundargerdir/ Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 37 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 10. febrúar 2023 frá Umhverfisstofnun til Hólaskóla - Háskólans á Hólum varðandi yfirfærslu starfsleyfis til framleiðslu á bleikju við Hof í Hjaltadal frá FISK Seafood yfir á Hólaskóla. Starfsleyfi FISK Seafood ehf. var gefið út 5. nóvember 2020 og gildir til 5. nóvember 2036. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar byggðarráðs staðfest á 11. fundi sveitarstjórnar 8. mars 2023 með níu atkvæðum.