Fara í efni

Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað - Bjórsetur Íslands-brugghús slf

Málsnúmer 2302041

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 37. fundur - 01.03.2023

Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn Bjórseturs Íslands - brugghús slf.

Byggðarráð Skagafjarðar - 38. fundur - 08.03.2023

Málið áður á dagskrá 37. fundar þann 1. mars 2023. Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Starfsemi Bjórseturs Íslands - brugghúss slf er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og lokaúttekt hefur verið framkvæmd á húsnæðinu samkvæmt gögnum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Staðsetning sölustaðar og afgreiðslutími er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins heimila. Starfsemin uppfyllir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar. Kröfur um brunavarnir er fullnægt miðað við fyrirhugaða starfsemi samkvæmt umsögn Brunavarna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir veita umsókn Bjórseturs Íslands - brugghúss slf jákvæða umsögn með tilvísun til ofangreinds og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá 37. fundar þann 1. mars 2023. Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Starfsemi Bjórseturs Íslands - brugghúss slf er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og lokaúttekt hefur verið framkvæmd á húsnæðinu samkvæmt gögnum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Staðsetning sölustaðar og afgreiðslutími er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins heimila. Starfsemin uppfyllir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar. Kröfur um brunavarnir er fullnægt miðað við fyrirhugaða starfsemi samkvæmt umsögn Brunavarna Skagafjarðar.Byggðarráð samþykkir veita umsókn Bjórseturs Íslands - brugghúss slf jákvæða umsögn með tilvísun til ofangreinds og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.