Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár
Málsnúmer 2302044
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 7. fundur - 27.02.2023
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023 varðandi ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti.
Landbúnaðarnefnd - 8. fundur - 03.04.2023
Málið áður á 7. fundi landbúnaðarnefndar þann 27. febrúar 2023. Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023 varðandi ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti. Einnig lögð fram drög að tvenns konar bréfum frá sveitarfélaginu, til þess að nota vegna ágangsfjár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að framlögð svarbréf verði notuð þegar við á.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að framlögð svarbréf verði notuð þegar við á.