Landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Leigusamningur hólf 16 Hofsósi
Málsnúmer 2212157Vakta málsnúmer
2.Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár
Málsnúmer 2302044Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023 varðandi ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti.
3.Grenjavinnsla í Blönduhlíð
Málsnúmer 2301163Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd samþykkir að umsjón refaveiða í Blöðnduhlíð í fyrrum Akrahreppi verði á höndum Kára Gunnarssonar, Herberts Hjálmarssonar og Friðriks Andra Atlasonar. Herbert og Friðrik Andri munu sjá um nyrsta hluta svæðisins milli Kyrfisár og Þverár þ.m.t. Tungufjall og Vindárdalur. Kári Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir ofangreinda tilhögun veiða í fyrrum Akrahreppi.
Landbúnaðarnefnd samþykkir ofangreinda tilhögun veiða í fyrrum Akrahreppi.
4.Fyrirspurn um dýraverðlaun
Málsnúmer 2302158Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn dagsett 13. febrúar 2023 frá Þorbirni R. Steingrímssyni varðandi verðlaun fyrir veidd vetrardýr (refir). Þorbjörn telur mikið vera af ref á svæðinu í kringum Sandfell en veiðimenn sýni þessu svæði lítinn áhuga. Þorbjörn hefur fengið veiðimann sem ekki er með samning við sveitarfélagið til að bera út hræ og reyna að vinna refina. Óskar hann eftir því að veiðimaðurinn fái greidd verðlaun frá sveitarfélaginu með sama hætti og ráðnir veiðimenn sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd hafnar erindinu.
Landbúnaðarnefnd hafnar erindinu.
5.Eftirleitir á afréttum
Málsnúmer 2302238Vakta málsnúmer
Á árinu 2022 hefur sveitarfélagið greitt fyrir eftirleitir á Staðarafrétt sbr. afgreiðslu máls 221280.
Landbúnaðarnefnd vísar til 7. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021 þar sem segir "Fjallskilastjórn metur allan fjallskilakostnað upprekstrarfélagsins til peningsverðs og jafnar honum á alla sauðfjár- og stóðhrossaeigendur upprekstrarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs.
Landbúnaðarnefnd vísar til 7. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021 þar sem segir "Fjallskilastjórn metur allan fjallskilakostnað upprekstrarfélagsins til peningsverðs og jafnar honum á alla sauðfjár- og stóðhrossaeigendur upprekstrarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs.
6.Hraun Unadal landbrot
Málsnúmer 2209010Vakta málsnúmer
Hofsáin hefur gengið mjög á bakka í landi Hrauns í Unadal síðustu ár. Tæpt var að hún tæki þarna af slóð, sem farin er með fé og vagna niður til Árhólaréttar. Slóðinn er einnig notaður af veiðimönnum. Farið var í bakkavarnir og vegabætur á árinu 2022 og kostað þónokkru til.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að leitað verði til Veiðifélags Unadalsár um framlag vegna þessara framkvæmda.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að leitað verði til Veiðifélags Unadalsár um framlag vegna þessara framkvæmda.
7.Endurskoðun reglugerðar nr. 65 frá 2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar
Málsnúmer 2302239Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd tekur undir eftirfarandi áskorun Fagráðs sauðfjárræktar:
"Fagráð sauðfjárræktar skorar á matvælaráðherra að ljúka endurskoðun reglugerðar 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, sem fyrst. Til bráðabirgða er brýnt að setja í núgildandi reglugerð ákvæði sem forða gripum með verndandi arfgerðir frá riðuniðurskurði í takt við nýja þekkingu á mótstöðu einstakra arfgerða gegn riðu.
Nú er staðan sú að inn á sk. "rauð" svæði hafa verið fluttir gripir með verndandi arfgerðir með ærnum tilkostnaði, ásamt því sem hrútar eru nú í notkun á sæðingarstöðvunum sem bera verndandi arfgerðir. Því má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi lamba sem hafa umræddar arfgerðir munu fæðast í vor. Eins og gildandi reglugerð lítur út þá skal skera niður allt fé á bæjum þar sem upp kemur riða og gildir þá einu hvaða arfgerðum gripirnir búa yfir. Slíkt yrði tilfinnanlegt tjón fyrir ræktunarstarfið."
"Fagráð sauðfjárræktar skorar á matvælaráðherra að ljúka endurskoðun reglugerðar 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, sem fyrst. Til bráðabirgða er brýnt að setja í núgildandi reglugerð ákvæði sem forða gripum með verndandi arfgerðir frá riðuniðurskurði í takt við nýja þekkingu á mótstöðu einstakra arfgerða gegn riðu.
Nú er staðan sú að inn á sk. "rauð" svæði hafa verið fluttir gripir með verndandi arfgerðir með ærnum tilkostnaði, ásamt því sem hrútar eru nú í notkun á sæðingarstöðvunum sem bera verndandi arfgerðir. Því má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi lamba sem hafa umræddar arfgerðir munu fæðast í vor. Eins og gildandi reglugerð lítur út þá skal skera niður allt fé á bæjum þar sem upp kemur riða og gildir þá einu hvaða arfgerðum gripirnir búa yfir. Slíkt yrði tilfinnanlegt tjón fyrir ræktunarstarfið."
8.Styrkir til fjallvega 2023
Málsnúmer 2301213Vakta málsnúmer
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum þær 11 umsóknir sem senda á til Styrkvegasjóðs Vegagerðarinnar á árinu 2023.
Fundi slitið - kl. 11:05.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera viðauka við framangreindan samning.