Kortlanging á stöðu refa í vistkerfum Skagafjarðar
Málsnúmer 2302065
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 10. fundur - 05.07.2023
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir landbúnaðarnefnd verkefni sem Náttúrustofa Norðurlands vestra er að vinna að um þessar mundir. Hulda Hermannsdóttir háskólanemi í vistfræði starfar að refarannsóknum í Skagafirði í sumar. Styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna kostar verkefnið. Megin viðfangsefnið verður skráning á ábúð refagrenja, þar sem tekið verður fyrir ákveðið svæði og skráð ábúðartíðni á öllum þekktum grenjum á því svæði, eins langt og heimildir finnast.