Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. febrúar 2023 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2023, "Breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (raforkuöryggi)". Umsagnarfrestur er til og með 27.02.2023. Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að við endurskoðun á raforkulögum og lögum um Orkustofnun verði tryggt að allir landsmenn og landshlutar hafi sambærilegt aðgengi að nauðsynlegri raforku til atvinnuuppbyggingar og/eða til eflingar á byggð. Framboð og eftirspurn á raforku getur ekki eingöngu ráðist af markaðslögmálum eins og gert hefur verið ráð fyrir. Meginástæða þess er mikill mismunur á getu flutningskerfa innan landshluta og á milli þeirra í og mismunandi vegalengdir frá uppruna orkunnar til hugsanlegra notanda. Núverandi ferlar sem snúa að endurnýjun á meginflutningskerfinu og endurbótum á því eru einnig allt of þungir og hægfara sem gerir það að verkum að fjárfestar eða hugsanlegir notendur raforkunnar staðsetja sig í dag þar sem inniviðirnir eru í lagi og nægt framboð er af raforku. Hin svæðin þar sem flutningsgeta er ekki til staðar verða því útundan. Stjórnvöld verða því að tryggja jafnt aðgengi landsmanna að raforku á sama flutningsverði innan svæða og milli svæða. Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að við endurskoðun á raforkulögum og lögum um Orkustofnun verði tryggt að allir landsmenn og landshlutar hafi sambærilegt aðgengi að nauðsynlegri raforku til atvinnuuppbyggingar og/eða til eflingar á byggð. Framboð og eftirspurn á raforku getur ekki eingöngu ráðist af markaðslögmálum eins og gert hefur verið ráð fyrir. Meginástæða þess er mikill mismunur á getu flutningskerfa innan landshluta og á milli þeirra í og mismunandi vegalengdir frá uppruna orkunnar til hugsanlegra notanda. Núverandi ferlar sem snúa að endurnýjun á meginflutningskerfinu og endurbótum á því eru einnig allt of þungir og hægfara sem gerir það að verkum að fjárfestar eða hugsanlegir notendur raforkunnar staðsetja sig í dag þar sem inniviðirnir eru í lagi og nægt framboð er af raforku. Hin svæðin þar sem flutningsgeta er ekki til staðar verða því útundan. Stjórnvöld verða því að tryggja jafnt aðgengi landsmanna að raforku á sama flutningsverði innan svæða og milli svæða.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.