Fara í efni

Yfirfærsla starfsleyfis - til upplýsinga

Málsnúmer 2302237

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 37. fundur - 01.03.2023

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 10. febrúar 2023 frá Umhverfisstofnun til Hólaskóla - Háskólans á Hólum varðandi yfirfærslu starfsleyfis til framleiðslu á bleikju við Hof í Hjaltadal frá FISK Seafood yfir á Hólaskóla. Starfsleyfi FISK Seafood ehf. var gefið út 5. nóvember 2020 og gildir til 5. nóvember 2036.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 12. fundur - 06.03.2023

Yfirfærsla starfsleyfis - FISK Seafood yfir á Hólaskóla. Vísað er til umsóknar rekstraraðilans FISK Seafood ehf, kt. 461289-1269 og Háskólans á Hólum í Hjaltadal, kt. 500169-4359 sem barst Umhverfisstofnun þann 3. febrúar sl., þar sem óskað var eftir því að færa starfsleyfi FISK Seafood ehf. til framleiðslu á bleikju við Hof í Hjaltadal yfir á Háskólann á Hólum í Hjaltadal. Starfsleyfi FISK Seafood ehf. var gefið út 5. nóvember 2020 og gildir til 5. nóvember 2036.