Fara í efni

Samráð; Breyting á kosningalögum

Málsnúmer 2302254

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 37. fundur - 01.03.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2023 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 42/2023, "Breyting á kosningalögum". Umsagnarfrestur er til og með 12.03.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögu að breytingum á kosningalögum sem varða vanhæfisákvæði kjörstjórnarmanna en gildandi kosningalög ollu sem kunnugt er miklum vandræðum við mönnun kjörstjórna fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022. Byggðarráð lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með að leitast sé við að skýra betur ákvæði er varða kostnað við sveitarstjórnarkosningar og aðrar kosningar. Nauðsynlegt er að fyrirhuguð reglugerð sem kveður á um fjárframlög ríkisins til sveitarfélaga vegna hlutverks þeirra við framkvæmd annarra kosninga svo og um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga vegna þeirra verkefna sem Þjóðskrá Íslands fer með vegna framkvæmdar kosninga, verði unnin í nánu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.