Fara í efni

Sveitarfélag ársins 2023 - blómlegt og heilbrigt starfsumhverfi

Málsnúmer 2302257

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 39. fundur - 14.03.2023

Lagt fram ódagsett erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu og Gallup. Bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa ákveðið að bjóða sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni fyrir allt starfsfólk. Þátttaka miðast við fastráðið starfsfólk í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Kostnaður við þátttöku er um 712 þús.kr.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu á þeim forsendum að sveitarfélagið er þátttakandi í annarri könnun ásamt 20 öðrum sveitarfélögum, sem verið er að vinna að af Háskólanum á Akureyri.