Umhverfis- og samgöngunefnd - 13
Málsnúmer 2303006F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023
Fundargerð 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 27. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 13. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Einar E Einarsson sveitarstjóri og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur sótt um starfsleyfi vegna rekstur malarnámu á Gráumóum. Umsóknin er til meðferðar hjá heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra. Málið er til meðhöndlunar hjá heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Framkvæmdasvið Skagafjarðar er að vinna greinargerð vegna áframhaldandi útvíkkunar á námusvæði á Gránumóum. Í tillögu að stækkun svæðisins verði litið til mögulegrar nýrrar tengingar Þverárfjallsvegar við Kjarnann höfð til hliðsjónar.
Umhverfis- og samgöngunefnd telur afar brýnt að unnið sé að framtíðarsýn á norðanverðum Nöfum og á Gránumóum. Þetta snýr meðal annars að núverandi námusvæði og hugmyndum varðandi bætta innkomu inn í bæinn. Með nýrri tengingu, ef af verður, minnkar umferðin í gegnum athafnarsvæðið á Eyrinni til muna og styttir leiðina frá Sauðárkróki til Blönduóss um 1,6 km. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Íslenska gámafélagið óskar eftir að breytingar verði gerðar á opnunartíma gámaplana (móttökustöðva fyrir sorp).
Þegar unnið var að útboði í sorpmálum í Skagafirði var tekið á mörgum þáttum þar á meðal opnunartíma á móttökustöðvum. Það er nokkuð ljóst að m.v. breytingu á sorphirðu að nýting á stöðvunum verður minni en áður. Hins vegar erum við að leggja af stað í nýju kerfi og því mikilvægt að halda þeim opnunartíma sem kemur fram í útboði. Nefndin er tilbúin að endurskoða opnunartíma þegar reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag og breytingar á notkun og aðsókn liggja fyrir frá verktaka. Fram að þeim tíma skal opnunartíminn vera samkvæmt útboði og útsendum bæklingi varðandi flokkun í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að synja erindinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Fyrirhugað er að listaverkið Faxi verði tekið af stalli í sumar og sent til viðgerðar. Einnig er áformað að gera við undirstöðu listaverksins og hafa hana klára þegar Faxi kemur aftur úr viðgerð. Viðgerðin á listaverkinu verður unnin í samstarfi við fjölskyldu Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Gera má ráð fyrir að viðgerðin taki nokkra mánuði.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vera í samskiptum við fjölskyldu Ragnars varðandi framkvæmd og áætlaðan kostnað verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Umhverfisdagar í Skagafirði verða í lok apríl og fram í maí og taka bæði félagasamtök og fyrirtæki á svæðinu þátt í þeim. Íbúar eru hvattir til þess að taka til hjá sér, losa sig við rusl af lóðum, þ.m.t. bílhræjum, sækja um stöðuleyfi þar sem það á við og ganga snyrtilega um gámasvæði. Sveitarfélagið vonast til að vel verði við brugðist, þannig að ásýnd sveitarfélagsins batni til muna frá því sem nú er.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur alla íbúa til að sameinast í átakinu um að ganga vel um. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Römpum upp Ísland hópurinn hefur verið í sambandi við framkvæmdasvið Skagafjarðar. Gerðar hafa verið tillögur að verkefnum og er gert ráð fyrir að nokkrir staðir verði "rampaðir upp" í Skagafirði á komandi sumri. Tillögur að verkefnunum verða lagðar til kynningar á fundi í ráðgefandi hópi um aðgengismál sem haldinn verður 10. maí næstkomandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar komu átaksins til Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Ábending og ósk kom frá íbúa um að settu verði bekkur við fjöruna á Borgarsandinum við enda gönguleiðarinnar vinsælu.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar fyrir góða ábendingu og felur sviðsstjóra að skoða uppsetningu bekkja. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að endurbyggja Efri garð í tveimur áföngum til ársins 2027. Á síðasta ári var fyrsti hluti verksins boðinn út en tilboðum var hafnað þar sem að þau voru langt yfir áætluðum kostnaði. Vegagerðin leggur til bjóða aftur út þennan stálþilskafla (90 m) en nú miðað við -7 m hönnunardýpi í stað -9 m dýpis eins og áður var ráðgert.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að hönnunardýpi fyrir fyrsta áfanga (90 m) verði -7 m sem aukist svo í - 8 m fyrir það sem eftir er og felur hafnastjóra í samstarfi við sviðsstjóra framkvæmda og veitusviðs Skagafjarðar að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Ástand núverandi garðlands á Sauðárkróki er orðið mjög slæmt og þarfnast svæðið hvíldar og viðhalds. Lagt er til að opnað verði nýtt garðland sunnar á Nöfunum á túni sem kallað er Skallaflöt. Um er að ræða svæði sem er um 8500 m² að stærð.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Fundagerðir Hafnasambands Íslands nr. 449, 450 og 451 lagðar fram til kynningar.
Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 13 Framkvæmdasvið Skagafjarðar sótti um framkvæmdaleyfi vegna útvíkkunar námu á Gránumóum í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012. Um er að ræða efnistöku á um 0,9 ha svæði og er áætlað að efnistaka á svæðinu geti orðið allt að 49.000 m³ á næstu 3 árum. Skipulagsnefnd og sveitastjórn hafa samþykkt að veita leyfið. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2023 með níu atkvæðum.