Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars 2023. Byggðarráð fagnar frumvarpinu og vill minna á að Vinnumálastofnun er með starfsstöð á Sauðárkróki sem hægt er að efla enn frekar.
Byggðarráð fagnar frumvarpinu og vill minna á að Vinnumálastofnun er með starfsstöð á Sauðárkróki sem hægt er að efla enn frekar.