Varmahlíð - VH-03, ný dæla, frágangur umhverfis og yfirfallslögn
Málsnúmer 2303260
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 41. fundur - 29.03.2023
Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir virkjun á holu VH-03 við Norðurbrún í Varmahlíð. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð Skagafjarðar - 45. fundur - 26.04.2023
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í vegna hitaveituholu VH-03 í Varmahlíð. Áætlaður heildarkostnaður er 88,3 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna frekar að málinu og undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna frekar að málinu og undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Veitunefnd - 8. fundur - 22.06.2023
Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi virkjun holu VH-03 í Varmahlíð. Ákveðið er að undirbúa holuna fyrir niðursetningu á djúpdælu með svipuðum hætti og gert var fyrir ári síðan í Hrolleifsdal en sú aðgerð lofar góðu. Gert er ráð fyrir að ný dæla verði keypt og sett niður vorið 2024. Þangað til verður haldið áfram að dæla samhliða úr holu VH-12 og VH-03 eins og gert hefur verið frá því í janúar á þessu ári. Með þessum móti á afhendingaröryggi á heitu vatni í Varmahlíð að vera tryggt.