Fara í efni

Ljónsstaðir - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2303272

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 23. fundur - 27.04.2023

Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir leyfi til að skilgreina byggingarreit fyrir lítið gestahús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni uppdrátturinn er númer S-101, dagsettur 24.03.2023.

Skipulagsnefnd hafnar umbeðnum byggingarreit á grundvelli laga nr.123/2010 en bendir jafnframt á að á grundvelli sömu laga geti landeigandi eða framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Sonja S. Sigurgeirsdóttir og Halla Sigurjónsdóttir, þinglýstir eigendur landsins Ljónsstaða, landeignarnúmer L230903, óska eftir leyfi til að skilgreina byggingarreit fyrir lítið gestahús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er gerður af Ingvari Gýgjar Sigurðarssyni uppdrátturinn er númer S-101, dagsettur 24.03.2023.

Skipulagsnefnd hafnar umbeðnum byggingarreit á grundvelli laga nr.123/2010 en bendir jafnframt á að á grundvelli sömu laga geti landeigandi eða framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að heimila að gerð sé tillaga að deiliskipulagi á eigin kostnað landeiganda eða framkvæmdaraðila.